Apófyllít
Lýsing
breytaApófyllít myndar ferstrenda kristala með afsneiddum hornum. Algengasta stærðin er um 1-2 cm en þó hafa fundist miklu stærri. Finnst einnig sem flögur. Hefur glergljáa og skelplötugljáa. Glært, hvítt, oft grænleitt, gulleit eða rauðleitt. Myndar staka kristala eða þyrpingar.
- Efnasamsetning: KFCa4Si8O20 • 8H2O
- Kristalgerð: tetragónal
- Harka: 4½-5
- Eðlisþyngd: 2,33-2,37
- Kleyfni: mjög góð á einn veg
Útbreiðsla
breytaAlgengt með zeólítum í ólivínbasalti. Finnst í öllum zeólítabeltunum.
Heimild
breyta- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2