Anna Polítkovskaja

Rússnesk blaðakona (1958-2006)

Anna Stepanovna Polítkovskaja (rússneska: Анна Степановна Политковская, 30. ágúst 19587. október 2006) var rússneskur og úkraínskur blaðamaður, sem var þekktust fyrir harða gagnrýni sína á stríðið í Téténíu og á stjórnarhætti Pútíns, forseta Rússlands.[1]

Anna Politkovskaja, 2005

Polítkovskaja var fædd í New York en foreldrar hennar unnu fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Hún útskrifaðist frá MGU árið 1980 með gráðu í fjölmiðlafræði og fékk að námi loknu starf hjá dagblaðinu Ízvestíja. Frá 1999 var hún blaðamaður hjá Novaja Gazeta. Hún kom oft að sáttasamningum og vann meðal annars við að frelsa gísla sem téténskir hryðjuverkamenn héldu í Dúbrovka-leikhúsinu í Moskvu árið 2002.

Anna Polítkovskaja fannst skotin til bana í lyftu fjölbýlishúss sem hún bjó í þann 7. október 2006. Eftir morð hennar lét ritstjóri Novaja Gazeta, Dmítríj Múratov, hafa eftir sér að hún hefði verið að vinna að grein um pyntingar, aftökur og önnur illvirki hersveita Ramzans Kadyrov, forseta sjálfstjórnarlýðveldisins Téténíu, þegar hún var drepin.[2]

Tveir menn voru dæmdir í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Polítkovskaju í júní 2014 og þrír til viðbótar hlutu langa fangelsisdóma.[3] Einn af mönnunum var náðaður í nóvember 2023 eftir að hann gegndi herþjónustu í innrás Rússa í Úkraínu.[4]

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta
  1. Jón Ólafsson (14. október 2006). „Dauði blaðakonu“. Lesbók Morgunblaðsins. bls. 3.
  2. Ómar Þorgeirsson (20. mars 2016). „Stríðsherra með sérstakt dálæti á samfélagsmiðlum“. Kjarninn. Sótt 22. mars 2022.
  3. „Morðingjar Politkovskaju í lífstíðarfangelsi“. mbl.is. 9. júní 2014. Sótt 14. nóvember 2023.
  4. „Dæmdur morðingi náðaður af Pútín“. mbl.is. 14. nóvember 2023. Sótt 14. nóvember 2023.
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.