Anna Pálína Árnadóttir

Íslensk söngkona (1963-2004)

Anna Pálína Árnadóttir (9. mars 1963 – 30. október 2004)[1] var íslensk vísnasöngkona og dagskrárgerðarmaður. Meðal þekktra verka eftir hana er barnaplatan „Berrössuð á tánum“ frá 1998 sem hún gaf út með eigimanni sínum Aðalsteini Ásberg.[2]

Ævi breyta

Anna Pálína gekk í Flensborg í Hafnarfirði og útskrifaðist frá Kennaraháskólanum 1988.[3]

Frá fyrri hluta 10. aldar dagskrárgerðarmaður í útvarpi og voru þættir hennar oft um vísnatónlist eða barnaþættir.[3]

Hún átti útgáfufyrirtækið Dimmu með manninum sínum.[3] Þau gáfu út djass, sálma, vísnatónlist, og barnatónlist.[2] Önnu var sérlega annt um vísnatónlist og flutti lög víða.[3] Hún var formaður félagsins Vísnavina.[1]

Hún greindist með brjóstakrabbameini 1999.[4] Árið 2004, sama ár og hún lést, gaf hún út bókina Ótuktina þar sem hún fjallaði um lífið með krabbamein.[5] Þar persónugerði hún krabbameinið sem „Kröbbu frænku“.[5] Ótuktin var sett upp sem einleikur með söngvum árið 2011, lögin samdi maðurinn hennar.[6]

Anna Pálína átti þrjú börn.[5]

Plötur breyta

  • 1992 – Á einu máli (ásamt Aðalsteini Ásberg)
  • 1994 – Von og vísa (ásamt Aðalsteini Ásberg)
  • 1996 – Fjall og fjara (ásamt Aðalsteini Ásberg)
  • 1998 – Berrössuð á tánum (ásamt Aðalsteini Ásberg). Barnaplata.[2] Fyrir plötuna hlutu þau viðurkenningu frá Íslandsdeild barnabókastofnunarinnar IBBY(en).[1]
  • 1999 – Bláfuglinn
  • 2000 – Bullutröll (ásamt Aðalsteini Ásberg). Barnaplata, framhald af „Berrössuð á tánum“.[2]
  • 2000 – Guð og gamlar konur. Tilfend til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2003.[1]
  • 2004 – Sagnadans

Heimildir breyta

  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 „Anna Pálína Árnadóttir“. Ísmús. Sótt 27. október 2020.
  2. 2,0 2,1 2,2 2,3 „Viðkunnanleg tröll“. www.mbl.is. Sótt 27. október 2020.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 https://timarit.is/page/3031103#page/n21/mode/2up
  4. Kraftur 2. tbl. 2004, bls 6-7
  5. 5,0 5,1 5,2 „Anna Pálína Árnadóttir látin – Vísir“. visir.is. Sótt 27. október 2020.
  6. „Morgunblaðið, laugardagur 30. apríl 2011, bls 52“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. nóvember 2020. Sótt 27. október 2020.

Hlekkir breyta