Anna Pálína Árnadóttir
Anna Pálína Árnadóttir (9. mars 1963 – 30. október 2004)[1] var íslensk vísnasöngkona og dagskrárgerðarmaður. Meðal þekktra verka eftir hana er barnaplatan „Berrössuð á tánum“ frá 1998 sem hún gaf út með eigimanni sínum Aðalsteini Ásberg.[2]
Ævi
breytaAnna Pálína gekk í Flensborg í Hafnarfirði og útskrifaðist frá Kennaraháskólanum 1988.[3]
Frá fyrri hluta 10. aldar dagskrárgerðarmaður í útvarpi og voru þættir hennar oft um vísnatónlist eða barnaþættir.[3]
Hún átti útgáfufyrirtækið Dimmu með manninum sínum.[3] Þau gáfu út djass, sálma, vísnatónlist, og barnatónlist.[2] Önnu var sérlega annt um vísnatónlist og flutti lög víða.[3] Hún var formaður félagsins Vísnavina.[1]
Hún greindist með brjóstakrabbameini 1999.[4] Árið 2004, sama ár og hún lést, gaf hún út bókina Ótuktina þar sem hún fjallaði um lífið með krabbamein.[5] Þar persónugerði hún krabbameinið sem „Kröbbu frænku“.[5] Ótuktin var sett upp sem einleikur með söngvum árið 2011, lögin samdi maðurinn hennar.[6]
Anna Pálína átti þrjú börn.[5]
Plötur
breyta- 1992 – Á einu máli (ásamt Aðalsteini Ásberg)
- 1994 – Von og vísa (ásamt Aðalsteini Ásberg)
- 1996 – Fjall og fjara (ásamt Aðalsteini Ásberg)
- 1998 – Berrössuð á tánum (ásamt Aðalsteini Ásberg). Barnaplata.[2] Fyrir plötuna hlutu þau viðurkenningu frá Íslandsdeild barnabókastofnunarinnar IBBY(en).[1]
- 1999 – Bláfuglinn
- 2000 – Bullutröll (ásamt Aðalsteini Ásberg). Barnaplata, framhald af „Berrössuð á tánum“.[2]
- 2000 – Guð og gamlar konur. Tilfend til Íslensku tónlistarverðlaunanna 2003.[1]
- 2004 – Sagnadans
Heimildir
breyta- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 „Anna Pálína Árnadóttir“. Ísmús. Sótt 27. október 2020.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 2,3 „Viðkunnanleg tröll“. www.mbl.is. Sótt 27. október 2020.
- ↑ 3,0 3,1 3,2 3,3 https://timarit.is/page/3031103#page/n21/mode/2up
- ↑ Kraftur 2. tbl. 2004, bls 6-7
- ↑ 5,0 5,1 5,2 „Anna Pálína Árnadóttir látin – Vísir“. visir.is. Sótt 27. október 2020.
- ↑ „Morgunblaðið, laugardagur 30. apríl 2011, bls 52“. Afrit af upprunalegu geymt þann 6. nóvember 2020. Sótt 27. október 2020.