Ylva Anna Maria Lindh (19. júní 1957 – 11. september 2003) var sænskur sósíaldemókratískur stjórnmálamaður, leiðtogi ungra sósíaldemókrata frá 1984 til 1990 og þingmaður frá 1982 til 1985 og 1998 til 2003. Hún tók við stöðu umhverfisráðherra 1994 sem hún gegndi þar til hún varð utanríkisráðherra 1998. Gjarnan hafði verið litið á Lindh sem rísandi stjörnu í sænskum stjórnmálum og sem hugsanlegan arftaka Görans Persson á formannsstóli Jafnaðarmannaflokksins.[1]

Anna Lindh
Anna Lindh árið 2002.
Utanríkisráðherra Svíþjóðar
Í embætti
7. október 1998 – 11. september 2003
Umhverfisráðherra Svíþjóðar
Í embætti
7. október 1994 – 7. október 1998
Persónulegar upplýsingar
Fædd19. júní 1957
Stokkhólmi, Svíþjóð
Látin11. september 2003 (46 ára) Karólínska sjúkrahúsinu, Stokkhólmi, Svíþjóð
ÞjóðerniSænsk
StjórnmálaflokkurJafnaðarmannaflokkurinn
MakiBo Holmberg (1991–2003)

10. september 2003 varð hún fyrir hnífárás og lést degi síðar. Í fjölmiðlum var mikið talað um að gerandinn hefði verið veikur á geði og hann hafði vissulega verið á geðdeild, en réttargeðlæknar og hæstiréttur komust að þeirri niðurstöðu að hann hefði verið sakhæfur og í blaðaviðtölum hefur morðinginn, Mijailo Mijailovic, viðurkennt að hann hafi ekki verið veikur á geði þegar hann framdi verknaðinn. Hann hafi einungis talið vist á réttargeðdeid ákjósanlegri en fangelsi. Ástæður morðins sagði hann vera að hann hataði stjórnmálamenn og kenndi þeim um það sem hann væri óánægður með í lífu sínu. Að akkúrat Anna Lindh hafi orðið fyrir valinu hafi hins vegar verið tilviljun og hann hefði deginum áður ætlað að myrða annan stjórnmálamann úr öðrum stjórnmálaflokki.

Tilvísanir breyta

  1. „Ein skærasta stjarna sænskra stjórnmála“. Morgunblaðið. 12. september 2003. Sótt 11. september 2019.
   Þetta æviágrip sem tengist Svíþjóð er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.