Andlát (hljómsveit)
Andlát var íslensk þungarokkshljómsveit stofnuð í ágúst árið 2000. Meðlimir voru þeir Sigurður Trausti Traustason (söngur), Haukur Valdimar Pálsson (sem einnig var í MYRA og Squirt) á bassa, Valur Árni Guðmundsson (Squirt og Ask the Slave) á trommum og Ingi Þór Pálsson (SnaFu, I adapt) á gítar. Hljómsveitin sigraði músiktilraunir árið 2001 en lagði upp laupana árið 2006.
Andlát | |
---|---|
Uppruni | Reykjavík, Íslandi |
Ár | 2001 – 2006 |
Meðlimir | Siggi T Haukur Valur Maggi Bjarki „Finnegan“ |
Saga
breytaHljómsveitin byrjaði að æfa í bílskúr í Vesturbænum. Demóið „Salt“ var gefið út af Harðkjarna nokkrum mánuðum seinna. Fljótlega var farið að leita að auka gítarleikara og voru nokkrir sem prufuðu, þar á meðal Snorri (B-Eyez) og Smári Tarfur (Belford). Á endanum var það Bjarki Fannar Atlason (Finnegan) sem var valinn gítarleikari fyrir hljómsveitina. Stefnan var tekin á músíktilraunir 2001 og sigraði hljómsveitin[1] þar. Þá var Ingi valinn besti gítarleikarinn.
Árið 2002 hætti Ingi í hljómsveitinni og Maggi (Gyllinæð, Stegla) kom inn á trommur og Valur færði sig yfir á gítarinn. Andlát gáfu út diskinn „Mors Longa“ árið 2004 og fóru í tónleikaferðalag um Evrópu til að auglýsa diskinn. Hljómsveitin ákvað að hætta eftir ferðina þar sem meðlimimum langaði að fara að einbeita sér að öðrum hlutum. Andlát komu fram á kveðjutónleikum árið 2005 og léku fyrir fullu húsi í Norðurkjallaranum. 2006 komu Andlát saman í seinasta skipti til að taka upp efni fyrir DVD-disk um hljómsveitina. Hafa þeir raunar komið fram á hátíðinni Eistnaflugi síðan á stökum tónleikum.
Útgefin verk
breytaHeimild
breyta- ↑ „Músíktilraunir 2007 (Saga Músíktilrauna)“. Sótt 2. ágúst 2007.
Tengill
breyta- Hljómsveitin Andlát Geymt 19 júní 2006 í Wayback Machine