Andheiti
Wikiorðabókin er með skilgreiningu á orðinu andheiti.
Andheiti (skammstafað sem andh.) er orð sem hefur andstæða merkingu einhvers orðs, eins og heitt og kalt; feitur og grannur; og fram og aftur.
Tungumál hafa oft leiðir til þess að búa til andheiti, íslenska bætir til dæmis við ó- fyrir framan orð. Óheppni er andheiti heppni og óþægur er andheiti orðsins þægur.