Andesít
Andesít er ísúr bergtegund og er millistig á milli líparíts og basalts.
Lýsing
breytaEr straumflögótt, dulkornótt og dökkt eða svar á litinn. Kísilsýrumagnið er á bilinu 52–67% og eru brotsár óregluleg með hvassar brúnir. Er nánast dílalaust. Grunnmassi er glerkenndur með smásæjum kristöllum.
Steindir
breytaHelstu steindir eru:
Útbreiðsla
breytaAndesít er gosberg og kemur upp sem hraun og gjóska í eldgosum. Finnst í megineldstöðvum og myndar þykk hraunlög þar sem útbreiðsla er oftast lítil. Hekla hefur oft gosið andesíti og mörg af þeim hraunum sem runnið hafa frá fjallinu á sögulegum tíma eru andesíthraun.
Heimildir
breyta- Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson (1999) Íslenska steinabókin. ISBN 9979-3-1856-2
- Þorleifur Einarsson (1994) Myndun og mótun lands: Jarðfræði. ISBN 9979-3-0263-1