Anaxímenes frá Lampsakos

Anaxímenes frá Lampsakos (uppi um 380320 f.Kr.) var grískur mælskufræðingur og sagnaritari, sem Alexander mikli hafði mikið dálæti á. Anaxímenes fylgdi Alexander í leiðangri þess síðarnefnda til Persíu. Hann skrifaði um sögu Grikklands og um Filippos II og epískt kvæði um Alexander (brot eru varðveitt hjá Muller (ritstj.) í Scriptores Rerum Alexandri Magni). Sem mælskufræðingur var hann einarður andstæðingur Ísókratesar og skóla hans. Sumir telja að ritið Mælskufræði handa Alexander (Rhetorica ad Alexandrum), sem er venjulega talið með verkum Aristótelesar þótt almennt sé það talið ranglega eignað honum, sé í raun réttri eftir Anaxímenes; aðrir telja að verkið sé mun yngra.

Heimild

breyta

Tengt efni

breyta
   Þessi fornfræðigrein sem tengist heimspeki og sögu er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.