Kangerlussuaq

byggð í Qeqqata á Grænlandi

Kangerlussuaq (danska: Søndre Strømfjord) er byggð á Vestur-Grænlandi í sveitarfélaginu Qeqqata. Byggðin liggur í samnefndum firði. Í byggðinni er stærsti flugvöllur Grænlands sem var byggður af Bandaríkjamönnum í seinni heimsstyrjöldinni. Á þeim tíma var byggðin þekkt sem Bluie West-8. Svæðið í kringum Kangerlussuaq er kjörlendi fjörbreytilegs dýralífs, þar á meðal moskusuxa, hreindýra og fálka. Efnahagslíf byggðarinnar er næstum allt byggt á starfsemi flugvallarins og ferðamennsku.

Kangerlussuaq
Íbúahverfi í Kangerlussuaq

Kangerlussuaq stendur á sléttu inni í botni Kangerlussuaqfirði báðum megin við ósa árinnar Qinnguata Kuussua. Austan við Kangerlussuaq koma tvær stórar ár saman, Qinnguata Kuussua og Akuliarusiarsuup Kuua. Í dalnum sem síðarnefnda áin rennur um eru jökulaurar með miklum sandbleytum. Báðar árnar myndast úr kvíslum frá Russell-jökli. Greiðfær leið er frá byggðinni að brún jökulsins og laðar hún að sér marga ferðamenn. Jökullinn hér á hálendinu Isunngua er hluti af Grænlandsjökli hinum meiri.

Hálendið Tarajornitsut umlykur byggðina í norðri og suðri. Í suðaustri, upp frá stöðuvatninu Tasersuatsiaq, sem er vatnslind byggðarinnar, liggur hálendið Ammalortup Nunaa.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.