Amfetamín er örvandi efni sem eykur athygli og einbeitingu, dregur úr svefnþörf, minnkar matarlyst ásamt því að veita vellíðan og vímu í stærri skömmtum en notaðir eru til lækninga. Amfetamín er notað sem lyf við athyglisbrest, drómasýki og offitu.[1]

Amfetamín og P2P.

Amfetamín er einnig vinsælt fíkniefni og þekkt sem „spítt“ eða „súlfi“ (með vísan í amfetamín-súlfat). Í slíkum tilfellum eru skammtarnir umtalsvert hærri en notaðir eru til lækninga. Amfetamín veldur þá vellíðan, eykur kynorku, heldur notandanum vakandi og eykur einbeitingu. Viðbrögð verða hraðari, tímaskyn breytist, viðkomandi hefur meira vöðvaþol- og styrk. Stærri skammtar af amfetamíni valda þó vöðvaniðurbroti, enn stærri skammtar valda geðrofi með ranghugmyndum og ofsóknaræði. Vellíðan sem fylgir mikilli notkun amfetamíns stuðlar m.a. að fíkniáhrifum efnisins. [1]

Efnafræðilega er bygging amfetamíns skyld efnunum MDMA (alsælu) og metamfetamíni, sem bæði eru notuð sem fíkniefni, og þunglyndislyfinu búprópíóni. Nafnið amfetamín er dregið af efnafræðilega heiti efnisins, alfa-metýlfenetýlamín. Amfetamín eykur styrk dópamíns og noradrenalíns á taugamótum taugafrumna heilans en flest lyf við athyglisbresti eiga það sammerkt.[2][3]

Tilvitnanir

breyta
  1. 1,0 1,1 Heal DJ, Smith SL, Gosden J, Nutt DJ (June 2013). „Amphetamine, past and present – a pharmacological and clinical perspective“. J. Psychopharmacol. 27 (6): 479–496. doi:10.1177/0269881113482532. PMC 3666194. PMID 23539642.
  2. Miller GM (janúar 2011). „The emerging role of trace amine-associated receptor 1 in the functional regulation of monoamine transporters and dopaminergic activity“. J. Neurochem. 116 (2): 164–176. doi:10.1111/j.1471-4159.2010.07109.x. PMC 3005101. PMID 21073468.
  3. Bidwell LC, McClernon FJ, Kollins SH (ágúst 2011). „Cognitive enhancers for the treatment of ADHD“. Pharmacol. Biochem. Behav. 99 (2): 262–274. doi:10.1016/j.pbb.2011.05.002. PMC 3353150. PMID 21596055.