American Legion
American Legion (enska: „bandaríska hersveitin“) eru samtök bandarískra uppgjafarhermanna með höfuðstöðvar í Indianapolis í Indiana. Samtökin voru stofnuð í París 15. mars 1919 af hermönnum úr American Expeditionary Force. Samtökin halda árlegan aðalfund sem setur lög félagsins. Samtökin standa fyrir ýmsum minningarviðburðum og eru þrýstihópur sem berst fyrir eftirlaunum og bættri heilbrigðisþjónustu fyrir uppgjafarhermenn.
Á aðalfundi samtakanna árið 1976 breiddist bakteríusmit út meðal fundargesta sem olli lungnabólgu og dró 34 þeirra til dauða. Þetta varð þekkt sem hermannaveiki.