Ameríkuyllir
Ameríkuyllir (fræðiheiti: Sambucus canadensis) er tegund af ylli sem er útbreiddur um stór svæði Norður-Ameríku austur af Klettafjöllum, og suður um austur Mexíkó og Mið-Ameríku til Panama. Hann vex við fjölbreyttar aðstæður, þó helst þar sem er sólríkt.
Ameríkuyllir | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Blöð og ber
| ||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Sambucus canadensis | ||||||||||||||
Útbreiðsla Sambucus canadensis
| ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
Sambucus nigra subsp. canadensis (L.) Bolli |
Lýsing
breytaÞetta er lauffellandi runni sem verður að 3 m hár. Blöðin eru gagnstæð, fjöðruð með 5 til 9 smáblöð, smáblöðin eru 10 sm löng og 5 sm breið. Hann blómstrar á sumrin í stórum klösum (20 til 30 sm í þvermál) af hvítum blómum.
Berin eru dökkfjólublá til svört, 3 -5 mm í þvermál, í drúpandi klösum að hausti. Berin og blómin eru æt, en aðrir hlutar plöntunnar eru eitraðir, með kalsíum oxalat kristalla.
Flokkun
breytaHann er náskyldur Svartylli (Sambucus nigra), og sumir höfundar telja þá sem sömu tegundina,[1] þá undir nafninu Sambucus nigra subsp. canadensis.
Tilvísanir
breyta- "Sambucus canadensis". Germplasm Resources Information Network (GRIN). Agricultural Research Service (ARS), United States Department of Agriculture (USDA). Retrieved 26 December 2017.
- Missouri Plants: Sambucus canadensis Geymt 12 febrúar 2007 í Wayback Machine
- Missouri State Fruit Experiment Station
Ytri tenglar
breyta- USDA Plants Profile: Sambucus nigra subsp. canadensis Geymt 20 maí 2013 í Wayback Machine
- Vanderbilt University Bioimages photo gallery: Sambucus nigra ssp. canadensis Geymt 2 nóvember 2013 í Wayback Machine