Svartbjörn

Tegund bjarndýra
(Endurbeint frá Ameríkusvartbjörn)

Svartbjörn (Ursus americanus) er tegund bjarndýra. Svartbjörn finnst víða í Norður-Ameríku, frá Alaska og allt suður til Mexíkó, aðallega á óaðgengilegum tempruðum skógarsvæðum með miklum undirgróðri. Syðst á útbreiðslusvæðinu heldur hann til í fjalllendi upp í allt að 3000 metra hæð sökum þess hve mikið hefur verið gengið á kjörsvæði hans.

Uppréttur svartbjörn.
Svartbjörn nælir sér í lax.
Útbreiðslusvæði í Norður-Ameríku.

Svartbirnir eru venjulega svartir að lit, en í vesturhluta útbreiðslusvæðisins eru þeir þó ljósari yfirlitum. Oft eru hvítar skellur á feldi dýranna og þá gjarnan á bringu. Svartbirnir eru á bilinu 80 - 400 kg að þyngd og eru karldýrin mun stærri en kvendýrin. Það má greina svartbirni frá brúnbjörnum (Ursus arctos) á því að þeir fyrrnefndu eru með lengri eyru og ekki eins loðnir. Eins eru þeir ekki með eins kryppulaga axlir og brúnbirnir heldur með ávalari baklæga líkamsbyggingu.

Á vorin og sumrin éta svartbirnir aðallega gras og lauf. Þegar líður á sumarið snúa þeir sér að ýmsum ávöxtum, en éta harðari og trénaðri gróður á haustin. Svartbirnir eru ekki mikil rándýr en sækja mjög í prótín og fituríka fæðu þegar hún býðst. Líkt og flestir aðrir birnir geta þeir verið skæðir í sorphaugum. Þeir eru afar sterkir og skapast oft hætta þegar þeir komast nærri fólki enda er lundarfar þeirra óútreiknanlegt. Samt sem áður eru einungis skráð 36 dauðsföll af völdum svartbjarna á síðustu öld sem telst ekki há tala. Þó svartbjörnum hafi fækkað á nýliðinni öld er stofninn enn stór og er þetta að öllum líkindum sá björn sem mest er af í heiminum.[1]

Svart­birn­ir geta til að mynda leyst úr allskon­ar talna-, punkta- og myndþraut­um. [2]. Asíski svartbjörninn (Ursus thiberanus) er náskyldur þeim ameríska.

Tilvísanir

breyta