Amber Heard

bandarísk leikkona

Amber Laura Heard (fædd 22. apríl 1986) er bandarísk leikkona. Hún lék sitt fyrsta aðalhlutverk í hryllingsmyndinni All the Boys Love Mandy Lane (2006), og lék í kvikmyndum eins og The Ward (2010), Drive Angry (2011) og London Fields (2018). Hún hefur einnig leikið aukahlutverk í kvikmyndum eins og Pineapple Express (2008), Never Back Down (2008), The Joneses (2009), The Rum Diary (2011), Paranoia (2013), Machete Kills (2013), Magic Mike XXL (2015), og The Danish Girl (2015). Heard hefur leikið í fjölda kvikmynda frá DC Studios eins og Justice League (2017), Aquaman (2018), og Aquaman and the Lost Kingdom (2023). Hún hefur einnig leikið í sjónvarpsþáttum eins og Hidden Palms (2007) og The Stand (2020).

Amber Heard
Heard árið 2018
Fædd
Amber Laura Heard

22. apríl 1986 (1986-04-22) (38 ára)
Önnur nöfn
  • Amber Laura Depp[1]
  • Amber van Ree[2]
StörfLeikkona
MakiJohnny Depp (2015–2017)
Tasya van Ree (2008–2012)
Börn1

Heard giftist leikaranum Johnny Depp árið 2015. Skilnaður þeirra í maí 2016 vakti mikla athygli þegar Heard sótti um nálgunarbann gegn Depp ásamt því að saka hann um heimilisofbeldi.[3] Depp kærði síðar breska dagblaðið The Sun fyrir rógburð vegna útgáfu þeirra á ásökunum Heard um umrætt heimilisofbeldi.[4] Kröfu Depps gegn The Sun var hafnað og þar sem úrskurðað var að sannað teldist að hann hefði ráðist á Heard í 12 af 14 meintum atvikum sem blaðið hafði fjallað um; áfrýjunarkröfu Depp í málinu var síðar hafnað.[5][6] Depp höfðaði annað mál gegn Heard sjálfri fyrir skoðanagrein sem birtist í hennar nafni í Washington Post þar sem hún fjallaði um að mikilvægi þess að tala gegn "kynferðislegu ofbeldi" ásamt því að hafa upplifað að „af eigin raun hvernig stofnanir vernda karlmenn sem sakaðir eru um misnotkun.“.[7][8] Málarekstrarnir fönguðu athygli fjölmiðla og almennings, en réttarhöldunum var m.a. sjónvarpað. Kviðdómur í málinu komst að þeirri niðurstöðu að allar þrjár yfirlýsingar Heard í Washington Post-greininni hefðu verið ærumeiðandi.[9][10] Dómarinn úrskurðaði að Heard skyldi greiða Depp 10,3 milljónir dollara ásamt því að Depp skyldi greiða Heard 2 milljónir dollara.[8][11] Heard var harðlega gagnrýnd fyrir vitnisburð sinn í málinu, þar á meðal á samfélagsmiðlum.[12] Heard og Depp áfrýjuðu bæði í málinu. Heard komst síðar að samkomulagi við Depp og lögfræðingar þeirra tilkynntu að Depp myndi fá 1 milljón dollara í skaðabætur, en greiðslan kom frá tryggingafélagi Heard.[13]

Tilvísanir

breyta
  1. Loinaz, Alexis (15. júní 2016). „Johnny Depp's Lawyer Asks Judge to Prevent Amber Heard Witnesses from Testifying at Restraining Order Hearing“. People. Afrit af uppruna á 3. apríl 2019. Sótt 30. desember 2018.
  2. Guglielmi, Jodi (7. júní 2016). „Amber Heard Was Arrested for Domestic Violence in 2009 After Allegedly Striking Girlfriend Tasya van Ree“. People. Afrit af uppruna á 23. apríl 2022. Sótt 23. apríl 2022. „The actress legally changed her last name to van Ree in April 2008, and back to Heard four years later in April 2014.“
  3. Mandell, Andrea; Puente, Maria (27. maí 2016). „Judge grants Amber Heard restraining order against Johnny Depp“. USA TODAY (bandarísk enska). Afrit af upprunalegu geymt þann 20. ágúst 2022. Sótt 20. ágúst 2022.
  4. „Johnny Depp loses libel case over Sun 'wife beater' claim“. BBC News. 2. nóvember 2020. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. maí 2021. Sótt 11. júní 2022.
  5. „A timeline of Johnny Depp and Amber Heard's relationship and key moments from court case“. ABC News (áströlsk enska). 25. maí 2022. Sótt 3. janúar 2023.
  6. Izadi, Elahe; Ellison, Sarah (1. júní 2022). „Why Johnny Depp lost his libel case in the U.K. but won in the U.S.“. Washington Post (bandarísk enska). ISSN 0190-8286. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. júní 2022. Sótt 19. ágúst 2022.
  7. Heard, Amber (18. desember 2019). „Amber Heard: I spoke up against sexual violence — and faced our culture's wrath. That has to change“. The Washington Post. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. apríl 2019. Sótt 26. október 2022.
  8. 8,0 8,1 Hennessy, Joan (1. júní 2022). „Jurors mostly side with Depp in defamation case against Heard“. Courthouse News. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. júní 2022. Sótt 2. júní 2022.
  9. Sheets, Megan (24. maí 2022). „What are the 'Waldman statements' at the centre of Amber Heard's countersuit against Johnny Depp“. The Independent. London, United Kingdom. Afrit af upprunalegu geymt þann 5. júlí 2022. Sótt 13. janúar 2023.
  10. „Jury Finds Both Amber Heard And Johnny Depp Liable For Defamation“. CBS News. New York, United States. 1. júní 2022. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. janúar 2023. Sótt 13. janúar 2023.
  11. Rico, R.J. (1. júní 2022). „Explainer: Each count the Depp-Heard jurors considered“. Associated Press. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. júní 2022. Sótt 2. júní 2022.
  12. Sharp, Rachel (26. maí 2022). „Amber Heard faces 'culture's wrath' in Johnny Depp defamation trial“. The Independent. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. ágúst 2022. Sótt 2. ágúst 2022.
  13. Honderich, Holly (19. desember 2022). „Amber Heard settles defamation case against Johnny Depp“. BBC News. Sótt 19. desember 2022.