Allium xiangchengense
Allium xiangchengense er tegund af laukætt frá Sichuan héraði í suður Kína. Hún vex þar upp í 3300 m hæð.[1]
Allium xiangchengense | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Allium xiangchengense Xu, Jie Mei |
Allium xiangchengense er með þykkar og kjötkenndar rætur og myndar hnaus af mjóum laukum mjórri en 5 mm í þvermál. Blómstöngullinn er að 30 sm hár, rörlaga. Blöðin eru flöt, lensulaga og mjókka í endann, að 2 sm að breidd, styttri en blómstöngullinn. Blómskipunin er kúlulaga. Krónublöðin eru hvít, stundum tvíodda.[1][2]
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 Flora of China v 24 p 174, Allium xiangchengense
- ↑ Xu, Jie Mei. 1993. Acta Phytotaxonomica Sinica 31(4): 374–376, pl. 1.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Allium xiangchengense.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Allium xiangchengense.