Allium taishanense er tegund af laukætt ættuð frá Kína (eingöngu Shandong héraði). Þar vex hann í hlíðum í 300 til 600 m. hæð yfir sjávarmáli.[1]

泰山韭 tai shan jiu
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Dulfrævingar (Angiosperms)
Flokkur: Einkímblöðungur (Monocots)
Ættbálkur: Laukabálkur (Asparagales)
Ætt: Laukætt (Alliaceae)
Ættkvísl: Laukar (Allium)
Tegund:
A. taishanense

Tvínefni
Allium taishanense
Xu, Jie Mei

Allium taishanense er með granna lauka, yfirleitt minna en 5 mm í þvermál. Blómstöngullinn er að 30 sm hár, með tvemur köntum og smáum tönnum á kantinum . Blöðin eruflöt, að 1 mm breið, mjókka í báða enda, yfirleitt styttri en stöngullinn. Blómskipunin er hálfkúlulaga, með mörgum bleikum og hvítum blómum þétt saman.[1][2]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 Flora of China v 24 p 186
  2. Wang, Fa Tsuan, & Tang, Tsin. 1980. Flora Reipublicae Popularis Sinicae 14: 285, pl. 64.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.