Allium agrigentinum
Allium agrigentinum er tegund af laukplöntum, ættuð frá Sikiley í Miðjarðarhafi.[1][2] Upphaflegur söfnunarstaður var á eða við Riserva naturale integrale Macalube di Aragona sem er griðarstaður fyrir villt dýr á Sikiley.[3]
Allium agrigentinum | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Allium agrigentinum Brullo & Pavone |
Allium agrigentinum er með ljósbrúnan lauk, að 20 mm langan. Blómstöngullinn er að 40 sm hár. Blómskipunin er hálfkúlulaga með mislöngum blómleggjum. Blómin eru mjóbjöllulaga með bleikfjólubláum krónublöðum.[3]
Tilvísanir
breyta- ↑ Kew World Checklist of Selected Plant Families[óvirkur tengill]
- ↑ Altervista Flora Italiana, Aglio d'Agrigento, Allium agrigentinum Brullo & Pavone
- ↑ 3,0 3,1 Salvatore Brullo & Pietro Pavone. 2002. Informatore Botanico Italiano; Bolletino della Societa Botanica Italiana. Florence 33: 505, Allium agrigentinum
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Allium agrigentinum.
Wikilífverur eru með efni sem tengist Allium agrigentinum.