Beiskjuefni

(Endurbeint frá Alkalóíði)

Beiskjuefni eða lýtingur (fræðiheiti alkaloid), alkalóíði eða plöntubasi er flokkur basískra, lífrænna köfnunarefnissambanda sem myndast í plöntum. Beiskjuefni var fyrst einangrað úr plöntum árið 1804 og fyrst kynnt sem sérstakt hugtak árið 1819 í grein eftir þýskan efnafræðing, Carl F.W. Meissner.

Fyrsta beiskjuefnið sem eingangrað var úr jurtum var morfín sem var einangrað árið 1804 úr blómum ópíumvalmúa (Papaver somniferum)

Auk kolefnis, vetnis og köfnunarefnis, geta einnig verið í beiskjuefnum súrefni, brennisteinn og sjaldnar efnin eins og klór, bróm og fosfór. Ýmis konar lífverur svo sem bakteríur, sveppir, jurtir og dýr framleiða beiskjuefni. Mörg beiskjuefni eru eitruð fyrir aðrar lífverur. Þau eru oft notuð sem deyfilyf eða vímuefni eins og kókaín, psílósín, koffín, nikótín, morfín og sem lækningalyf eins og berberín, krabbameinslyfið vinkristín, lyf sem hamla bjúgsöfnun eins og reserpín, galantamín, atrópín, vinkamín og kvinídín, asmalyfið efedrín og malaríulyfið kínín.

Fyrsta greinin frá 1819 sem fjallaði um beiskjuefni.

Heimild

breyta
  • „Hvað er alkaloid og hvernig er það íslenskað?“. Vísindavefurinn.