Algyðistrú
Algyðistrú er sú trú að sami guðlegi mátturinn fylli og gegnumsýri alla tilveruna. Í raun má segja að innan algyðistrúarbragða sé Guð allt og jafngildi alheiminum og náttúrunni.
Klassísk algyðistrú
breytaÞeir sem aðhyllast klassíska algyðistrú leggja tilveruna að jöfnu við Guð án þess að skilgreina hugtökin frekar. Þetta afbrigði algyðistrúar má finna í trúarhefðum innan hindúisma, innan Kabbala gyðingdóms og í mörgum trúarbrögðum og heimspekistefnum.
Náttúruleg algyðistrú
breytaNáttúruleg algyðistrú á rætur sínar að rekja í Taóisma og síðar til heimspeki Spinoza. Þeir sem aðhyllast náttúrulega algyðistrú telja alheiminn nauðsynlegt afl til þess að ná dulrænni fullkomnun. Alheimurinn hefur þó ekki sjálfstæðan vilja, meðvitund eða tilfinningar og er því ekki hægt að líta á hann sem Guð nema í óhefðbundnum og ópersónulegum skilningi. Þessi stefna gengur líka undir nafninu ópersónuleg algyðistrú eða ópersónuleg algildishyggja.
Heimild
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Pantheism“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 1. september 2006.