Algalíf er íslenskt líftæknifyrirtæki sem stofnað var árið 2012.[1] Það framleiðir náttúrulegt astaxanthín úr örþörungum. Efnið er einkum vinsælt í fæðubótaefni vegna margþættrar virkni en er einnig að einhverju leyti notað í snyrtivörur.[2] [3][4] Efnið hefur verið nokkuð rannsakað.[5]

Náttúlegt astaxanthín er efnið sem meðal annars gefur laxi rauðan lit. Það er nokkuð notað í laxeldi. Yfirgnæfandi meirihluti fiskeldisfyrirtækja í veröldinni notast þó við kemíska útgáfu af astaxanthíni[6] sem eingöngu er litarefni en hefur ekki sömu jákvæðu heilsufarslega áhrif og náttúrulegt astaxanthín.[7] Gervi (e.synthetic) astaxanthín er kemískt efni og unnið úr jarðolíu.[8]

Forstjóri Algalífs er Orri Björnsson, en hann hefur leitt uppbygginguna frá upphafi.[9] [10]

Fyrirtækið er staðsett að Bogatröð 10 á Ásbrú í Reykjanesbæ.[11] Starfsmenn eru rúmlega 50. Algalíf er stærsti framleiðandi á náttúrulegu astaxanthíni í Evrópu. Árið 2020 var tilkynnt um full fjármagnaða fjögurra milljarða króna stækkun fyrirtækisins. [12] Framleiðsla mun rúmlega þrefaldast út 1.500 kg af hreinu astaxanthíni í rúmlega 5.000 kg. Húsnæðið mun stækka úr 5.500 m² í 7.500 m²[13][14] og fjöldi starfa verða til, bæði tímabundin og varanleg.[15] Eftir stækkun verður Algalíf stærsti framleiðandi á náttúrlegu astaxanthíni í heimi. Fyrsta skóflustunga var tekin í júní 2021[16] og verkið er komið vel á veg. Þegar er risið yfir 3.000 m² gróurhús og einnig rúmlega 3.000 m² stálgrindarhúsi.[17]

Forstjóri Algalíf, Orri Björnsson

Langmest af framleiðslunni er seld sem hráefni til fyrirtækja víða um heim en Algalíf selur þó örlítið í neytendaumbúðum innanlands undir eigin vörumerki (Iceland Harvest) Geymt 7 febrúar 2005 í Wayback Machine og einnig er astaxanthín frá Algalíf í vörum annarra íslenskra framleiðenda.[18] Helstu markaðssvæðin eru í Norður-Ameríku, Evrópu og Asíu.[19] Algalíf tekur árlega þátt í fjölmörgum vörusýningum. Markaðsstjóri Algalífs er Svavar Halldórsson.

Vörur Algalífs eru vottaðar kolefnishlutlausar[20] og fyrirtækið fylgir strangri umhverfisstefnu.[21] Fyrirtækið hefur hlotið fjölda verðlauna og viðurkenninga, m.a. sem besti framleiðandi á náttúrulegu astaxanthíni í heiminum árið 2021.[22][23][24][25] [26][27]

Tilvísanir breyta

  1. „Algalíf Iceland ehf. (4908120670)“. Skatturinn - skattar og gjöld. Sótt 8. febrúar 2022.
  2. Ambati, Ranga Rao; Siew Moi, Phang; Ravi, Sarada; Aswathanarayana, Ravishankar Gokare (7. janúar 2014). „Astaxanthin: Sources, Extraction, Stability, Biological Activities and Its Commercial Applications—A Review“. Marine Drugs. 12 (1): 128–152. doi:10.3390/md12010128. ISSN 1660-3397. PMC 3917265. PMID 24402174.
  3. „ASTAXANTHIN: Overview, Uses, Side Effects, Precautions, Interactions, Dosing and Reviews“. www.webmd.com (enska). Sótt 8. febrúar 2022.
  4. „7 Health Claims About Astaxanthin“. Healthline (enska). 23. október 2017. Sótt 8. febrúar 2022.
  5. „Knowledge Center“. Algalif, Icelandic Producer of Pure, High-Grade, Natural Astaxanthin from Microalgae (bandarísk enska). Sótt 8. febrúar 2022.
  6. „Demand is growing for natural astaxanthin for aquaculture feeds and this Hawaiian biotech company is poised to take advantage - Responsible Seafood Advocate“. Global Seafood Alliance (bandarísk enska). Sótt 25. október 2022.
  7. Bob Capelli, Debasis Bagchi, Gerald Cysewski (Desember 2013). „Synthetic astaxanthin is significantly inferior to algal-based astaxanthin as an antioxidant and may not be suitable as a human nutraceutical supplement“. https://www.researchgate.net/.
  8. Clark, Sarah. „Natural vs. Synthetic“. NAXA (bandarísk enska). Sótt 25. október 2022.
  9. „Morgunblaðið - Skoða sölu á Algalíf til Íslendinga“. www.mbl.is. Sótt 8. febrúar 2022.[óvirkur tengill]
  10. „Orri Björnsson: Unlocking the Powerful Health Benefits of Nature's Most Precious Resources & Nutrients“. CIO Look (bandarísk enska). 12. nóvember 2021. Sótt 8. febrúar 2022.
  11. „Algalíf Iceland ehf“. Já.is. Sótt 8. febrúar 2022.
  12. „Algalíf fær 4 milljarða fjárfestingu - Viðskiptablaðið“. www.vb.is (bandarísk enska). Sótt 8. febrúar 2022.
  13. „Algalíf á Ásbrú stækkar og meira en þrefaldar framleiðsluna - störfum fjölgar“. www.vf.is. Sótt 8. febrúar 2022.
  14. „Fjögurra milljarða erlend fjárfesting í Algalíf“. www.frettabladid.is. Sótt 8. febrúar 2022.
  15. Hreiðarsson, Magnús Hlynur. „100 ný störf á Suðurnesjunum hjá Algalíf - Vísir“. visir.is. Sótt 8. febrúar 2022.
  16. „Skóflustunga tekin að nýju húsnæði Algalífs“. Auðlindin. 7. júní 2021. Sótt 8. febrúar 2022.
  17. „Algalíf 25 milljarða virði?“. www.mbl.is. Sótt 8. febrúar 2022.
  18. „Keynatura Íslenskt Astaxanthin 4mg, 30 dagskammtar (60 töflur)“. heilsuhusid.is. Sótt 8. febrúar 2022.
  19. „Morgunblaðið - Algalíf 50 milljarða virði 2026?“. www.mbl.is. Sótt 8. febrúar 2022.[óvirkur tengill]
  20. „Algalíf vottað kolefnishlutlaust - Viðskiptablaðið“. www.vb.is (bandarísk enska). Sótt 8. febrúar 2022.
  21. „Algalif is one of the most sustainable companies in its field worldwide“. Algalif, Icelandic Producer of Pure, High-Grade, Natural Astaxanthin from Microalgae (bandarísk enska). Sótt 8. febrúar 2022.
  22. Adzo, Kossi (13. febrúar 2021). „Algalíf - The Company Where Sustainability is a Way of Life“ (bandarísk enska). Sótt 8. febrúar 2022.
  23. „Awards“. Algalif, Icelandic Producer of Pure, High-Grade, Natural Astaxanthin from Microalgae (bandarísk enska). Sótt 8. febrúar 2022.
  24. www.startupcity.com https://www.startupcity.com/magazines/November2021/BioTech_Europe/?digitalmagazine#page=20. Sótt 8. febrúar 2022. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)
  25. „Algalif - The CXO Fortune“ (bandarísk enska). 5. ágúst 2021. Afrit af upprunalegu geymt þann 8. febrúar 2022. Sótt 8. febrúar 2022.
  26. „Algalif - Iceland 2021“. GHP News (bresk enska). Sótt 8. febrúar 2022.
  27. „Biotechnology Awards 2021“. www.ghp-news.com. Sótt 8. febrúar 2022.