Alejandro González Iñárritu

Alejandro González Iñárritu (titlaður frá 2016 sem Alejandro G. Iñárritu; f. 15. ágúst 1963) er mexíkóskur kvikmyndagerðarmaður. Verk hans hafa hlotið lof gagnrýnenda og fjölmargar viðurkenningar, þar á meðal fern Óskarsverðlaun, þrenn Golden Globe verðlaun, og þrenn BAFTA-verðlaun. Meðal þekktustu kvikmynda hans eru Tíkarleg ást (2000), 21 gramm (2003), Babel (2006), Biutiful (2010), Birdman (2014) og Afturgangan (2015).

Alejandro González Iñárritu
Alejandro González Iñárritu árið 2014.
Fæddur15. ágúst 1963 (1963-08-15) (61 árs)
Mexíkóborg í Mexíkó
Önnur nöfnAlejandro G. Iñárritu
SkóliUniversidad Iberoamericana
Störf
  • Kvikmyndaleikstjóri
  • Framleiðandi
  • Handritshöfundur
  • Klippari
  • Tónskáld
Ár virkur1984 - í dag
MakiMaria Eladia Hagerman
Börn2

Kvikmyndaskrá

breyta

Kvikmyndir í fullri lengd

breyta
Árið Upprunalegur titill Íslenskur titill Leikstjóri Framleiðandi Handritshöfundur
2000 Amores perros Tíkarleg ást Nei
2003 21 Grams 21 gramm Nei
2006 Babel Hugmynd
2008 Rudo y Cursi Nei Nei
2010 Biutiful
2014 Birdman or (The Unexpected Virtue of Ignorance)
2015 The Revenant Afturgangan
2022 Bardo, False Chronicle of a Handful of Truths