Aldamótagarðarnir
Aldamótagarðarnir voru fyrstu garðlönd Reykvíkinga þar sem fólk fékk úthlutað reitum til að rækta kartöflur og kál. Þeir voru í Vatnsmýri fyrir sunnan gróðrarstöð sem þar var þar sem nú er Einarsgarður. Aldamótagarðarnir voru nokkuð austan við Umferðarmiðstöðina og beint suður af húsi Fæðingardeildar Landspítalans. Aldamótagarðarnir voru stofnaðir árið 1901 að frumkvæði Einars Helgasonar garðyrkjumanns. Árið 1938 eru Aldamótagarðarnir 63 að tölu, Melagarðarnir við Sandvíkurveg 65, Sauðagerðisgarðar fyrir sunnan Verkamannabústaðina 18, Gróðrarstöðvargarðarnir um 70 og Kringlumýrargarðarnir 421. Aldamótagarðarnir stóðu fram yfir seinni heimsstyrjöld. Árið 1959 voru skólagarðarnir fluttir þangað en þeir þurftu þá að víkja af Klambratúni og árið 1960 veitti bæjarráð leyfi fyrir umferðarmiðstöð á svæði þar sem Aldamótagarðarnir voru.
Heimildir
breyta- Bæjarráð leyfir umferðarmiðstöð, Morgunblaðið, 64. tölublað (17.03.1960), Blaðsíða 20
- Leigugarðar bæjarins, Morgunblaðið, 213. tölublað (15.09.1938), Blaðsíða 3
- Skólagarðarnir,Morgunblaðið, 150. tölublað (16.07.1959), Blaðsíða 9
- Stærsta garðræktarlandið í Kringlumýrinni,Morgunblaðið, Morgunblaðið C (12.05.2001), Blaðsíða 8
- Fornleifaskráning Landsspítalalóðar, Skýrsla 155 frá Minjavernd[óvirkur tengill]
- Alfræði Reykjavíkur Geymt 3 nóvember 2017 í Wayback Machine