Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði

(Endurbeint frá Alda (félag))

Alda, félag um sjálfbærni og lýðræði, eru félagasamtök sem voru stofnuð til að móta hugmyndir um hvernig megi koma á alvöru lýðræði og sjálfbærni, en á sama tíma auka lífsgæði fólks. Kjarnahugmyndir félagsins snúast um styttingu vinnutíma[1], valddreifingu og auknum áhrifum almennings í samfélaginu og vinnunni[2], ásamt innleiðingu ferla til að fara betur með auðlindir jarðar. Alda er ekki stjórnmálaflokkur og hefur ekki beina þátttöku í stjórnmálum á stefnuskrá sinni.[3]

Alda var formlega stofnuð 20. nóvember 2010 á opnum stofnfundi í Hugmyndahúsi háskólanna.[4] Félagið hét í fyrstu Lýðræðisfélagið Alda en nafninu var breytt árið 2011.

Alda er skráð sem félagasamtök og er ekki rekin í hagnaðarskyni.[5]

Markmið félagsins

breyta

Tildrögin að stofnun félagsins árið 2010, voru eftirleikar hrunsins árið 2008, þegar hópi fólks varð ljóst að ríkjandi hugmyndafræði stjórnmálanna hefði ekki breyst þrátt fyrir hrunið árið 2008. Enn væri stefnt að því að fyrirtæki væru rekin eingöngu til að hámarka hagnað, ekki væri stefnt að því að auka lýðræði innan fyrirtækja og stofnana, og hugmyndir um gagnsæi ættu erfitt uppdráttar. Ekki ætti að huga sérstaklega að sjálfbærni, né ætti að huga að því að starfsemi efnahagslífsins yrði gagngert að því sniðin að bæta lífsgæði fólks.

Þessar staðreyndir urðu til þess að fólk tók sig saman og stofnaði Öldu.

Félagið var gagngert stofnað til að vinna að því að opna samfélagsumræðuna fyrir nýjum hugmyndum, svo sem um opið lýðræði, valddreifingu og sjálfbærni.[6]

Alda hefur byggt starf sitt á málefnahópum sem einblína á ákveðin svið mannlífsins. Alda hefur meðal annars starfrækt málefnahópa um sjálfbært hagkerfi, lýðræðislegt hagkerfi, lýðræði á sviði hins opinbera og um stjórnlagaþingið 2011.[7] Starf hugmyndahópanna byggði á hugmyndum þar sem meðal annars var leitað í hugmyndir Tim Jackson, David Boyle, Andrew Simms, Archon Fung og David Schweickart um lýðræðislegt hagkerfi (Democratic economy), nýja hagfræði (New Economics) og lýðræði á sviði hins opinbera (Democracy in the public sector).

Stefna

breyta

Stefnumál félagsins eru allnokkur en þar má helst nefna skemmri vinnuvika, slembivalin borgaraþing og slembival í ráð og nefndir á vegum hins opinbera, auk lýðræðislegra fyrirtækja. Einnig er hluti af stefnu og hugmyndum félagsins að stefnt skuli að sjálfbærni á öllum sviðum mannlífsins, meðal annars til að draga úr ofnýtingu auðlinda og koma í veg fyrir áföll vegna hlýnunar jarðar.

Tenglar

breyta
  1. https://alda.is/stytting-vinnutimans/
  2. https://alda.is/lydraedi/
  3. https://alda.is/um-oldu/
  4. https://lydraedi.wordpress.com/2010/11/21/stofnfundurinn/
  5. https://www.rsk.is/fyrirtaekjaskra/leit/kennitala/4306131380
  6. https://lydraedi.wordpress.com/lydraedi_sjalfbaerni/
  7. https://lydraedi.wordpress.com/malefnahopar/