Alþjóðafriðarskrifstofan

Alþjóðafriðarskrifstofan (en. International Peace Bureau; fr. Bureau international de la paix), stofnuð árið 1891,[1] er ein elsta alþjóðlega friðarstofnun í heimi.

Alþjóðafriðarskrifstofan
International Peace Bureau
Bureau international de la paix
Merki Alþjóðafriðarskrifstofunnar
SkammstöfunIPB (enska); BIP (franska)
Stofnun1891; fyrir 133 árum (1891)
HöfuðstöðvarFáni Þýskalands Berlín, Þýskalandi
Hnit52°31′21″N 13°23′01″A / 52.522454°N 13.383641°A / 52.522454; 13.383641
ForsetarReiner Braun og Lisa Clark
Vefsíðawww.ipb.org

Alþjóðafriðarskrifstofan var stofnuð sem Fasta alþjóðlega friðarskrifstofan (fr. Bureau International Permanent de la Paix). Frá og með árinu 1912 hefur hún gengið undir nafninu Alþjóðafriðarskrifstofan. Frá 1946 til 1961 var hún kölluð Alþjóðlega tengslanefndin fyrir friðarsamtök (fr. Comité de liaison international des organisations de paix).

Stofnunin hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1910 fyrir að starfa sem „milliliður á milli friðarsamtaka ýmissa ríkja“.[2][3] Árið 1913 hlaut Henri La Fontaine einnig verðlaunin fyrir störf sín við Alþjóðafriðarskrifstofuna.[4][5] Ellefu aðrir friðarverðlaunahafar Nóbels hafa einnig verið meðlimir í Alþjóðafriðarskrifstofunni.[6]

Alþjóðleg herferð gegn hernaðarútgjöldum

breyta

Alþjóðlega herferðin gegn hernaðarútgjöldum er varanleg ársherferð sem Alþjóðafriðarskrifstofan hleypti af stokkunum í desember árið 2014 til að takast á við óhófleg hernaðarútgjöld ríkja á heimsvísu.[7]

Markmið herferðarinnar er að þrýsta á stjórnvöld heimsins að fjárfesta í heilsu-, mennta-, atvinnu og loftslagsgeirunum frekar en í hernaði. Herferðin kallar einnig á eftir árlegri endurúthlutun að lágmarki 10% hernaðarríkisútgjalda til annarra verkefna. Herferðin beitir sér einnig fyrir minnkun á alþjóðlegri vopnaframleiðslu og vopnasölu.[8]

Herferðin stendur einnig fyrir alþjóðlegum aðgerðadegi gegn hernaðarútgjöldum til þess að vekja athygli almennings, fjölmiðla og stjórnvalda á kostnaði hernaðarútgjalda og hvetja til nýrrar forgangsröðunar.[9]

Seán MacBride-friðarverðlaunin

breyta

Frá árinu 1992 hefur Alþjóðafriðarskrifstofan úthlutað Seán MacBride-friðarverðlaununum til einstaklinga eða stofnana sem hafa „unnið framúrskarandi störf í þágu friðar, afvopnunar og/eða mannréttinda.“[10][11] Verðlaunin eru nefnd eftir Seán MacBride, handhafa friðarverðlauna Nóbels sem var formaður Alþjóðafriðarskrifstofunnar frá 1968–74 og forseti hennar frá 1974-1985.[12][13]

Tilvísanir

breyta
  1. „Over a Century of Peace-Making“. International Peace Bureau. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. apríl 2013. Sótt 14. febrúar 2012.
  2. „Award Ceremony Speech (1910)“. Nobel Foundation. Sótt 6. október 2011.
  3. „The Nobel Peace Prize 1910“. Nobel Foundation. Sótt 6. október 2011.
  4. Lundestad, Geir (15. mars 2001). „The Nobel Peace Prize, 1901–2000“. Nobel Foundation. Sótt 6. október 2011.
  5. „The Nobel Peace Prize 1913“. Nobel Foundation. Sótt 6. október 2011.
  6. „IPB Nobel Prize Winners“. Nobel Foundation. Afrit af upprunalegu geymt þann 18. júlí 2012. Sótt 6. október 2011..
  7. „Who We Are“. Global Campaign on Military Spendin. International Peace Bureau. Sótt 6. nóvember 2018.
  8. „What We Do“. Global Campaign on Military Spendin. International Peace Bureau. Sótt 6. nóvember 2018.
  9. „GCOMS (Global Campaign on Military Spending)“. Centre Delàs. Centre Delàs. Afrit af upprunalegu geymt þann nóvember 7, 2018. Sótt 6. nóvember 2018.
  10. „Sean MacBride Peace Prize“. International Peace Bureau. International Peace Bureau. Afrit af upprunalegu geymt þann maí 7, 2020. Sótt 6. nóvember 2018.
  11. „IPB Unveils the Winners of Séan MacBride Peace Prize 2017“. Centre Delàs. Centre Delàs. 7. september 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann apríl 18, 2019. Sótt 6. nóvember 2018.
  12. Nordlinger, Jay (2012). Peace, They Say: A History of the Nobel Peace Prize, the Most Famous and Controversial Prize in the World. Encounter. bls. 221.
  13. „International Peace Bureau Awards Sean MacBride Peace Prize 2013“. Pax Christi International. Pax Christi International. Afrit af upprunalegu geymt þann maí 7, 2020. Sótt 6. nóvember 2018.