Alþingisbókin var tímarit (ársrit) sem var prentað í Skálholti 1696 og 1697. Einungis komu tvö tölublöð út í Skálholti, en 1704 var farið að gefa út Alþingisbækur á Hólum í Hjaltadal og komu þær út með nokkrum hléum þar til Alþingi var lagt niður 1800. Seinustu árgangarnir voru prentaðir í Hrappsey 1773–1795 og í Leirárgörðum 1796–1800. Alþingisbókin er talin fyrsta tímaritið sem kom út á Íslandi þótt efni þess hafi verið sértækt.

Alþingisbækurnar eru gerðabók Alþingis Íslendinga fram til ársins 1800. Á árunum 1912–1991 gaf Sögufélag Alþingisbækurnar út í heild, og nær útgáfan aftur til 1570. Mikill hluti Alþingisbókanna er því aðeins varðveittur í handritum. Einhverjar eyður eru í elsta hlutanum. Árni Magnússon lagði sérstaka áherslu á að ná saman Alþingisbókum, og mun hafa eignast fullkomið safn af þeim, en þær voru í þeim hluta Árnasafns sem brann 1728.

Næsta tímarit sem gefið var út var mánaðarritið Islandske Maaneds-Tidender sem kom út í Hrappsey 1773–1776 og var eins konar fréttaannáll.

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta
  • Alþingisbókin á Tímarit.is
  • „Hvenær varð fyrsti íslenski fjölmiðillinn til og hvenær hóf hann starfsemi sína?“. Vísindavefurinn.