Brúðönd

(Endurbeint frá Aix sponsa)

Brúðönd (Aix sponsa) er fugl af andaætt sem algengur er í skóglendi við vötn í Norður-Ameríku. Brúðönd fækkaði mikið seint á 19. öld þegar náttúrulegt vistsvæði þeirra þvarr og þær voru veiddar til matar en einnig vegna eftirspurnar á skrautlegum fjöðrum þeirra í kvenhatta í Evrópu. Með friðunaraðgerðum (Migratory Bird Treaty Act of 1918) voru veiðar takmarkaðar og vistsvæði þeirra verndað. Þróaðir voru hreiðurkassar fyrir brúðendur í kringum 1930 og settir upp nálægt vötnum og lækjum. Gefist hefur vel að færa mörk á verndarsvæði bifurs í kringum vistsvæði brúðanda því bifur búa til votlendi sem er kjörlendi fyrir brúðendur. Fjöldi brúðanda hefur vaxið seinustu ár. Brúðönd er önnur algengasta önd í Norður-Ameríku. Brúðendur eru sjaldgæfar á Íslandi.

Brúðönd
Brúðönd (bliki)
Brúðönd (bliki)
Brúðönd (kolla)
Brúðönd (kolla)
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Gásfuglar (Anseriformes)
Ætt: Andaætt (Anatidae)
Ættkvísl: Aix
Tegund:
A. sponsa

Tvínefni
Aix sponsa
(Linnaeus, 1758)

Mynd af brúðönd er kanadískri mynt frá 2013.

Myndir

breyta

Tenglar

breyta

Tilvísanir

breyta
   Þessi fuglagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.