Kálygla (fræðiheiti: Agrotis segetum) er ygla sem er algeng í Evrópu. Það sem einkennir þessar yglur eru ljósir afturvængirnir sem eru hvítir hjá karldýrum og ljósgráir hjá kvendýrum.

Kálygla
Fullorðin ygla
Fullorðin ygla
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Liðdýr (Arthropoda)
Flokkur: Skordýr (Insecta)
Ættbálkur: Hreisturvængjur (Lepidoptera)
Ætt: Ygluætt (Noctuidae)
Ættkvísl: Agrotis
Tegund:
A. segetum

Tvínefni
Agrotis segetum
Denis & Schiffermüller, 1775

Lirfa kályglunnar er grá á lit og lifir á rótum og stönglum margra jurtategunda. Kályglan er þannig skaðvaldur í grænmetis- og kornrækt.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.