Afréttur
Afréttur er heiðarland notað til að beita búfé að sumri, aðallega sauðfé og að einhverju leyti hrossum. Þessi svæði eru friðuð fyrir beit á vetrum og fram á sumar er fé er rekið á fjall. Afréttir eru smalaðið að hausti. Smalamenn kallast fjallmenn sunnan heiða en gangnamenn norðan heiða. Afréttur er sá hluti úthaga sem er lengst frá bæjum og byggð.
Á Íslandi eru flestir afréttir í yfir 200 metra hæð, sumir ná langt upp á hálendið en aðrir á láglendi og geta náð niður í fjöru á óbyggðum svæðum. Sums staðar á Norðurlandi er orðið haft í kvenkyni og talað um afréttina. Það á til að mynda við Sveinsstaðaafrétt í Skíðadal.