Afhending
Afhending er bragarháttur sem er einn rímnahátta og þekkist best af því að vera aðeins tvær línur að lengd. Er fyrri línan gjarnan tólf atkvæði, skiptist í sex hnígandi tvíliði og hefur ávallt tvo stuðla og einn höfuðstaf. Síðari línan er oftast átta atkvæði, eða fjórir hnígandi tvíliðir, og hefur aðeins tvo stuðla. Línurnar tvær ríma með endarími, sem gjarnan er hálfrím.
Þar sem afhending er sami bragarháttur og samrímuð braghenda, fyrir utan að síðustu línunni er sleppt í afhendingu, vilja sumir flokka hana sem undirtegund af braghendu. Hins vegar er stúfhenda undirtegund af afhendingu, með annarri línulengd.
Dæmi um afhendingu:
- Afhendingin er mér kærst af öllum brögum
- þegar yrki óð af sögum.