Adamsepli
Adamsepli er kúla á hálsinum úr brjóskinu sem umkringir barkakýlinu. Adamsepli er yfirleitt meira áberandi í körlum en konum. Í körlum stækkar adamseplið við upphaf kynþroskaskeiðsins og er eitt kyneinkenni karla.
Adamseplið ver veggi og fremri hluta barkakýlisins og raddböndin. Eftir því sem adamseplið stækkar verður rödd einstaklingsins dýpri.
Þessi líkamshluti er talinn draga nafn sitt af dæmisögu um Adam. Í sögunni kyngir Adam hinum forboðna ávexti sem festist svo í hálsnum á honum. Engar heimildir eru fyrir dæmisögunni í biblíunni, hebreskum skrifum né kóraninu.