Brjósk eða brjóskvefur er mjúkur vefur sem inniheldur brjóskfrumur sem liggja í lónum stakar eða fleiri saman. Vefurinn hefur hvorki blóðflæði né taugatengingu. Í millifrumuefni vefjarins er annaðhvort kollagen- eða teygjuþræðir.

Brjósktegundir breyta

  • Glærbrjósk (hyaline cartilage) sem inniheldur fínlega kollagenþræði og er algengasta brjóskgerðin.
  • Trefjabrjósk (fibrocartilage) sem inniheldur stífa kollagenþræði og er til dæmis í brjóskþófum milli hryggjaliða.
  • Gulbrjósk (elastic cartilage) sem inniheldur teygjuþræði og er meðal annars í eyrum.