Adair-sýsla (Oklahoma)
Adair-sýsla er sýsla staðsett í Oklahoma-fylki í Bandaríkjunum. Frá og með manntalinu 2020 voru íbúar 19.495.[1] Höfuðstaður hennar er Stilwell.[2] „Adair” kemur úr Adair-fjölskyldu Sérókaættbálksins.[3] Ein heimild segir að sýslan hafi verið sérstaklega nefnd eftir Watt Adair, sem er einn af fyrstu sérókunum sem settust að á svæðinu.
Adair-sýsla
Adair County | |
---|---|
Sýsla | |
Orðsifjar: Adair-fjölskyldan Sérókaættbálksins. | |
Hnit: 35°53′52″N 94°40′0″V / 35.89778°N 94.66667°V | |
Land | Bandaríkin |
Fylki | Oklahoma |
Sýsluhöfuðborg | Stilwell |
Fjölmennasta borg | Stilwell |
Flatarmál | |
• Samtals | 1.490 km2 |
• Land | 1.480 km2 |
• Vatn | 9,3 km2 (0,6%) |
Mannfjöldi (2020) | |
• Samtals | 19.495 |
• Þéttleiki | 13/km2 |
Þingumdæmi | 2 |
Saga
breytaSýslan var stofnuð árið 1906 úr umdæmunum Goingsnake og Flint í Sérókaþjóðinni. Það voru átök í áratug um hvort Stilwell eða Westville yrðu sýsluhöfuðborgin. Þegar sýslan var mynduð var ákveðið að Westville yrði hún, að hluta til vegna staðsetningu hennar á mótum tveggja stórra járnbrauta: Kansas City Southern Railway og St. Louis - San Francisco Railway.[4] Höfuðborginni var breytt í Stilwell árið 1910.[5]
Í kreppunni miklu og seinni heimsstyrjöldinni urðu jarðarber aðalframleiðsla Adair-sýslu. urðu jarðarber mikil uppskera í Adair-sýslu. Árið 1948 var fyrsta Stilwell-jarðarberjahátíðin skipulögð. Á hátíðinni 2002 mættu 40.000 manns.
Landafræði
breytaSamkvæmt Bandarísku manntalsskrifstofunni er sýslan alls 1.490 km² að flatarmáli, þar af 1.480 km² land og 9,3 km² (0,6%) vatn.[6]
Sýslan er hluti af Ozark-landrisshásléttunni, skógi huldu rætur Boston-fjallanna. Lindarvötn Norður- og miðhluta Adair-sýslu eru uppruni Illinois-árinnar og þriggja lækja. Tveir lækir til viðbótar renna nálægt Stilwell..[7]
Stórir þjóðvegir
breytaAðliggjandi sýslur
breyta- Delaware-sýsla (norður)
- Benton-sýsla, Arkansas (norðaustur)
- Washington-sýsla, Arkansas (austur)
- Crawford-sýsla, Arkansas (suðaustur)
- Sequoyah-sýsla (suður)
- Cherokee-sýsla (vestur)
Þjóðarverndarsvæði
breytaLýðfræði
breyta
Tal | Fjöldi | %± |
---|---|---|
1910 | 10.535 | — |
1920 | 13.703 | 30,1% |
1930 | 14.756 | 7,7% |
1940 | 15.755 | 6,8% |
1950 | 14.918 | –5,3% |
1960 | 13.112 | –12,1% |
1970 | 15.141 | 15,5% |
1980 | 18.575 | 22,7% |
1990 | 18.421 | –0,8% |
2000 | 21.038 | 14,2% |
2010 | 22.683 | 7,8% |
2020 | 19.495 | –14,1% |
Frá og með manntalinu 2010[8] hafði Adair-sýsla lítinn íbúafjölda miðað við nærliggjandi sýslur, með aðeins 21.038 manns, stórt hlutfall þeirra, 43,3 prósent, frumbyggjar Ameríku. Afgangurinn af þjóðinni var 43 prósent hvítir, 10,5 prósent af fleiri en einum kynþætti og 5,3 prósent spænskættaðir eða rómanskir. Innan við 1 prósent íbúanna var auðkenndur: svartir eða afríku-amerískir, asíubúar og kyrrahafseyjabúar. 2,3 prósent voru í öðrum kynþáttum. Þetta gerir það að Adair-sýsla er sú eina í Oklahoma með meirihluta-minnihluta íbúa, þar sem sá kynþáttur sem er í meirihluta í Adairsýslu er í minnihluta í Oklahoma. Adair-sýsla var með hærra hlutfall frumbyggja (amerískra indíána) í íbúafjölda en hver önnur sýsla í Oklahoma fylki.[9] Frá og með 2020 voru íbúarnir 19.495.[1]
Aldursmiðgildið var 36,2 ár og tveir þriðju hlutar íbúa sýslunnar voru annað hvort undir 18 ára aldri (28 prósent) eða á aldrinum 25 til 44 ára (24,8 prósent). Af hinum íbúanna voru 25,9 prósent á aldrinum 45 til 64 ára, 12,9 prósent voru 65 ára eða eldri og 13,2 prósent voru á aldrinum 18 til 24 ára. Fyrir hverjar 100 konur voru 100,1 karl. Fyrir hverjar 100 konur 18 ára og eldri voru 98,3 karlar.
Alls voru 8.156 heimili og 5.982 fjölskyldur í sýslunni árið 2010. Það voru 9.142 húsnæðiseiningar. Af 8.156 heimilum voru 31,4 prósent börn yngri en 18 ára og aðeins meira en helmingur (52,7 prósent) voru hjón sem búa saman. 26,7 prósent heimila voru ekki fjölskyldur, 14,2 prósent voru með kvenkyns heimilismann án eiginmanns til staðar og 26,8 prósent innihéldu einn einstakling 65 ára eða eldri. Meðalhimilisstærð var 2,77 og meðalfjölskyldustærð 3,25.
Tekjumiðgildið fyrir heimili í sýslunni var 27.258 dalir og miðgildi fyrir fjölskyldu var 32.930. Karlmenn höfðu 28.370 dalir að tekjumiðgildi og kvenmenn 23.384. Tekjur á mann fyrir sýsluna voru 13.560 dalir. 25,3 prósent fjölskyldna og 27,8 prósent allra íbúa voru undir fátæktarmörkum, þar á meðal 36,8 prósent þeirra sem eru yngri en 18 ára og 18,7 sem eru 65 ára eða eldri.
Stjórnmál
breytaÞrátt fyrir að flestar sýslur með mikla íbúa frumbyggja Ameríku hafi tilhneigingu til að vera demókratar, hefur Sérókaþjóðin - þar sem Adair-sýsla er hluti - sögulega tilhneigingu til að vera að mestu leyti repúblikanar í alríkiskosningum, þó að demókratar hafi stundum átt sterk kosningaár eins og 1964 og 1976. Í engum kosningum Adair-sýslu hefur demókrati unnið síðan Jimmy Carter árið 1976.
Hagkerfi
breytaÍ sýslunni er matvæla- og niðursuðuiðnaður, alifuglabú- og nautgripabú, hrossa- og hundaræktendur og jarðarberjaakrar.[10]
Samfélög
breytaBorg
breyta- Stilwell (sýsluhöfuðborg)
Bæir
breytaStaðir tilnefndir við manntal
breyta- Baron
- Bell
- Bunch
- Cave Spring
- Chance
- Cherry Tree
- Chewey
- Christie
- Elm Grove
- Elohim City
- Fairfield
- Greasy
- Honey Hill
- Lyons Switch
- Marietta
- Mulberry
- Old Green
- Peavine
- Piney
- Proctor
- Rocky Mountain
- Salem
- Titanic
- Watts Community (fyrrnefnt)
- Wauhillau
- West Peavine
- Zion
Aðrir óinnbyggðir staðir
breytaNRHP síður
breytaEftirfarandi staðir í Adair-sýslu eru skráðir hjá Minjastofnun Bandaríkjanna:
- Adair County Courthouse (Dómshús í Adair-sýslu), Stilwell
- Breadtown, nágrenni Westville
- Ballard Creek Roadbed (Grjótfylling Ballard-lækjar), nágrenni Westville
- Buffington Hótel, Westville
- Mylla Golda, Stilwell
- Opera Block (Óperukubbur), Westville
- Gröf Séra Jesse Bushyhead, Westville
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „Adair County, Oklahoma“. United States Census Bureau. Sótt 9. maí 2023.
- ↑ „Find a County“. National Association of Counties. Afrit af upprunalegu geymt þann 31. maí 2011. Sótt 7. júní 2011.
- ↑ Oklahoma Almanac Online (PDF). Oklahoma Department of Libraries.
- ↑ Hill, Luther B. (1910). A History of the State of Oklahoma. I. árgangur. The Lewis Publishing Company. bls. 470.
- ↑ Oklahoma Almanac 2005
- ↑ „2010 Census Gazetteer Files“. United States Census Bureau. 22. ágúst 2012. Sótt 18. febrúar 2015.
- ↑ Whitaker, Rachel. „Adair County“. Encyclopedia of Oklahoma History and Culture. Oklahoma Historical Society. Sótt 13. júní 2010.
- ↑ „U.S. Census website“. United States Census Bureau. Sótt 14. maí 2011.
- ↑ „Oklahoma American Indian and Alaska Native Population by County“. Indexmundi. Sótt 28. desember 2020.
- ↑ Adair, Oklahoma Almanac, 2005 (accessed May 22, 2013)