Loftsekkjamítill
Loftsekkjamítill (fræðiheiti: Acarapis woodi) er mítlategund sem veldur loftsekkjaveiki í alibýflugum [1] og var henni fyrst lýst á Wighteyju við Bretlandseyjar.[2] Acarapis woodi mítlarnir búa og fjölga sér í loftsekkjum í býflugum.[2] Kvenmítillinn festir 5 til 7 egg við veggi loftsekkjanna, þar sem lirfan klekst og þroskast á þeim 11 - 15 dögum sem það tekur hana að verða fullvaxinn mítill.[2] Mítlarnir setjast að í ungum býflugum, allt að tveggja vikna gömlum, en þeir sjúga blóð í loftsekkjunum með sograna.Meir en hundrað mítlar geta verið í hverri berkju og veikir það býfluguna. Mítlarnir eru yfirleitt minna en 175μm langir, og sjást einvörðungu í smásjá.[2][3] Þeir dreifa sér með að klifra úr öndunarfærunum og á hár býflugnanna þar sem þeir komast yfir á aðrar býflugur.
Loftsekkjamítill | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Acarapis woodi (Rennie, 1921) | ||||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||||
Tarsonemus woodi |
Aðrar áþekkar mítlategundir eru Acarapis externus og Acarapis dorsalis.
Tilvísanir
breyta- ↑ „"Tracheal mites" Tarsonemidae“. Agricultural Research Service, United States Department of Agriculture. 18. febrúar 2005. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. maí 2011. Sótt 10. mars 2011.
- ↑ 2,0 2,1 2,2 2,3 H. A. Denmark, H. L. Cromroy & Malcolm T. Sanford (2000). „Honey bee tracheal mite, Acarapis woodi“. Featured Creatures. University of Florida. Sótt 10. mars 2011.
- ↑ „Býflugnasjúkdómar“. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. september 2018. Sótt 7. apríl 2018.