Abubaker Kaki Khamis

Abubaker Kaki Khamis (fæddur 21. júní 1989) er súdanskur hlaupari sem sérhæfir sig í 800 metrum.

Abubaker Kaki Valence árið 2008.

Í febrúar 2008 náði hann besta tíma ársins í 1000 metra hlaupi, 2:15,7, í Svíþjóð. 9. mars varð hann yngsti heimsmeistari í 800 metra hlaupi innanhúss, þá 18 ára og 262 daga gamall.[1]. Á Bislett Games í Ósló 6. júní 2008 vann hann 800 metra hlaupið á tímanum 1:42,69 sem reyndist vera nýtt heimsmet ungmenna. Gamla metið (1:43,64) átti Kenýumaðurinn Japheth Kimutai.[2]

Kaki keppti á sumarólympíuleikunum 2008 og var fánaberi Súdans á opnunarhátíðinni.[3]

Bestu tímar

breyta
  • 800 metrar - 1:42.69 mín (2008) - súdanskt met [4]
  • 1000 metrar - 2:15.7 mín (2008) - heimsmet innanhúss [5], besti tími ársins, súdanskt met
  • 1500 metrar - 3:39.71 mín (2008)

Tilvísanir

breyta
  1. „IAAF Events Reports“. 9. mars 2008.
  2. „Dibaba's World record and Kaki's World Junior mark leaves Oslo in awe“. IAAF. 7. júní 2008.
  3. „Darfur athletes train as Olympic row rages“. Reuters. 15. apríl 2008.
  4. „NEWS FLASH – 14:11.15 - Dibaba smashes World 5000m record in Oslo! - ÅF Golden League 2008“.
  5. „New indoor junior world record“. 21. febrúar 2008.
   Þetta æviágrip sem tengist íþróttum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.