Abubaker Kaki Khamis
Abubaker Kaki Khamis (fæddur 21. júní 1989) er súdanskur hlaupari sem sérhæfir sig í 800 metrum.
Í febrúar 2008 náði hann besta tíma ársins í 1000 metra hlaupi, 2:15,7, í Svíþjóð. 9. mars varð hann yngsti heimsmeistari í 800 metra hlaupi innanhúss, þá 18 ára og 262 daga gamall.[1]. Á Bislett Games í Ósló 6. júní 2008 vann hann 800 metra hlaupið á tímanum 1:42,69 sem reyndist vera nýtt heimsmet ungmenna. Gamla metið (1:43,64) átti Kenýumaðurinn Japheth Kimutai.[2]
Kaki keppti á sumarólympíuleikunum 2008 og var fánaberi Súdans á opnunarhátíðinni.[3]
Bestu tímar
breytaTilvísanir
breyta- ↑ „IAAF Events Reports“. 9. mars 2008.
- ↑ „Dibaba's World record and Kaki's World Junior mark leaves Oslo in awe“. IAAF. 7. júní 2008.
- ↑ „Darfur athletes train as Olympic row rages“. Reuters. 15. apríl 2008.
- ↑ „NEWS FLASH – 14:11.15 - Dibaba smashes World 5000m record in Oslo! - ÅF Golden League 2008“.
- ↑ „New indoor junior world record“. 21. febrúar 2008.