Næfurþinur

(Endurbeint frá Abies squamata)

Abies squamata er sígrænt tré í þallarætt. Þessi þinur er algengur í suðaustur Tíbethásléttunni (Kína) frá 3200 metrum upp í trjálínu í 4400 metrum yfir sjávarmáli. Hann er ríkjandi í norðurhlíðum og vex oft með, Picea balfouriana. Ríkisskógarhögg var hömlulaust til skógarhöggsbanns 1998, en þá var búið að minnka skógana umtalsvert. Skógrækt eftir bannið einkennist af greni, þar sem Abies squamata hættir til stofnrots (stem rot) og þar með sniðgenginn af ríkisstofnunum (Ryavec & Winkler 2009). Undirgróður er aðallega tegundir af Rhododendron. Tíbetar á svæðinu kalla hann "bollo", en það er orð sem er bæði yfir þin og greni.

Næfurþinur

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. squamata

Tvínefni
Abies squamata
Masters

Tilvísanir

breyta


   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.