Vætuþinur

(Endurbeint frá Abies firma)

Vætuþinur, eða Abies firma, er tegund af þin ættaður úr mið og suður Japan, þar sem hann vex við fjallsrætur og nokkuð upp í hlíðar (50–1600 m).

Vætuþinur
Barr
Barr
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Jurtaríki (Plantae)
Fylking: Berfrævingar (Pinophyta)
Flokkur: Barrtré (Pinopsida)
Ættbálkur: Pinales
Ætt: Þallarætt (Pinaceae)
Ættkvísl: Þinur (Abies)
Tegund:
A. firma

Tvínefni
Abies firma
Siebold & Zucc.
Samheiti

Pinus firma var. incisa Endl.
Pinus firma (Siebold & Zucc.) Antoine
Pinus bifida (Siebold & Zucc.) Antoine
Picea firma (Siebold & Zucc.) Gordon
Abies thunbergii Lindl.
Abies firma var. bifida (Siebold & Zucc.) Mast.
Abies bifida Siebold & Zucc.

Abies firma er meðalstórt til stórt tré að 50 metra hátt og að tvemur metrum í þvermál , með breiða keilulaga krónu með beinum greinum sem vaxa í um 20° út frá stofni. Börkurinn er hreistraður, grábrúnn, með kvoðublöðrur á ungum trjám. Sprotarnir eru rákóttir, daufgulir til grábrúnir, hárlausir eða fínhærðir og standa nær vinkilrétt út frá greinum. Barrið er nálarlaga, flatt, 2 til 5 sm langt og 2 til 4 mm breitt, nær vinkilrétt út frá sprotanum; oddurinn er hvass, en sýldur á ungum trjám, með einum oddi á eldri trjám. Barrið er skærgrænt að ofan, og grágrænt að neðan með tvemur breiðum loftaugarákum. Könglarnir eru 7 til 15 sm langir og 3 til 5 sm breiðir, grænir og verða við þroska gulbrúnir, og mjókka í 2 til 3 sm breiðan, sljótt rúnnaðan topp. Köngulblöðkurnar standa út (3 til 6 mm), þríhyrningslaga. Fræin eru 7 til 9 mm löng með fleyglaga væng 1.5 sm löngum, sem dreifast er köngullinn sundrast við þroska í október.

Vætuþinur er einstaka sinnum notaður sem prýðistré, sérstaklega í heittempruðum svæðum með heitum, rökum sumrum svo sem í suðaustur Bandaríkjunum.

Myndir breyta

 
Börkur vætuþins

Tilvísanir breyta

  1. Katsuki, T.; Zhang, D.; Rushforth, K. & Farjon, A. (2013). Abies firma. The IUCN Red List of Threatened Species. IUCN. 2013: e.T42282A2969505. doi:10.2305/IUCN.UK.2013-1.RLTS.T42282A2969505.en. Sótt 10. janúar 2018.


Ytri tenglar breyta

 
Wikilífverur eru með efni sem tengist
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.