421 (teiknimyndasögur)
421 er nafn á belgískum teiknimyndaflokki eftir Éric Maltaite sem birtist í teiknimyndablaðinu Sval og var gefin út á bókarformi af útgáfufélaginu Dupuis. Tíu bækur voru gefnar úr á árabilinu 1984 til 1992, en áður hafði komið út ein bók árið 1983, sem er almennt ekki talin til útgáfuraðarinnar.
Sögurnar
breytaAðalsöguhetjan breski leyniþjónustumaðurinn Jimmy Plant, en heiti hans var sett saman úr nöfnum Jimmy Page og Roberts Plant úr hljómsveitinni Led Zeppelin. Plant ber einkennisnúmerið 421 og dregur bókaflokkurinn nafn sitt af því.
Persónu 421 svipar til kvikmyndapersónunnar James Bond og í hverri sögu bjargar hann heimsbyggðinni frá samsæri illmenna með mikilmennskubrjálæði. Samstarfmenn hans í þessum ævintýrum eru oft og tíðum gullfallegar stúlkur.
Í fyrstu sögunum fór mikið fyrir glensi og gríni, en með tímanum varð bókaflokkurinn raunsæislegri.
Íslensk útgáfa
breytaÁrið 1985 gaf Forlagið út fyrstu 421-bókina, Kuldastríðið (franska: Guerre Froide) í þýðingu Þuríðar Baxter. Ekki varð framhald á útgáfunni.