.NET-umhverfið

(Endurbeint frá .NET Framework)

.NET-umhverfið (e. .NET Framework) er hugbúnaðaríhlutur sem fylgir með Microsoft Windows-stýrikerfunum. Það hefur upp á að bjóða gríðarlega mikið af fyrirfram-kóðuðum lausnum sem koma til móts við þarfir í hugbúnaðargerð. Öll .NET-forritunarmál geta nýtt sér þessar lausnir í grunnklasasafni undir nafninu BCL-grunnklasasafnið.

.NET er tilkomið vegna þess að Microsoft vildi einfalda forritunarskil við Windows. Windows API var orðið gamalt og er óhlutbundið en .NET er hlutbundið. Það er smíðað með netið og dreifða vinnslu í huga og byggt ofan á Win32 API. Microsoft notar ekki endilega .NET í sinni forritun og t.d. er Office pakkinn skrifaður í C. Visual Studio er að hluta til skrifað í .NET. Dæmi um fleiri forrit sem skrifuð eru að hluta eða af miklu leiti í .NET eru t.d. SharePoint, BixTalk Server og Paint.NET.

.NET (áður nefnt .NET Core) er arftaki .NET Framework. Í april 2019, gaf Microsoft út .NET Framework 4.8, síðustu útgáfuna sem er ekki frjáls hugbúnaður (og eingöngu gefinn út fyrir Windows), og svo tekur .NET 5 við. Þ.e. hið fyrrnefnda er kjarninn af hugbúnaðarsafninu, sá hluti sem getur keyrt á fleiri stýrikerfum (upphaflega .NET kom eingöngu með eða fyrir Windows, og er með virkni sem getur ekki keyrt annars staðar). .NET Core notar algerlega frjáls leyfi (ólíkt fyrirrennaranum) og styður líka MacOS og Linux, og hægt er að forita fyrir "farsímastýrikerfin" iOS (sjá AOT fyrir neðan) og Android.

Hugtök tengd .NET

breyta

CLR – Common Language Runtime – keyrsluumhverfið.

IL / MSIL / CIL – forrit sem eru þýdd fyrir .NET eru ekki þýdd yfir á vélamál heldur á IL – intermediate language.

JIT – „just-in-time“, IL-kóði er þýddur yfir á vélamál rétt áður en þarf að keyra hann – JIT þýðandinn sér um það. Nú er líka í boði AOT – "ahead-of-time" þýðing, og líka „Tiered Compilation“, sem er sjálfgefið frá með .NET Core 3.0, sem er JIT, með flesta kosti AOT. Þó er val um eingöngu AOT, því Apple bannar JIT þýdd forrit fyrir iOS.

Assembly – getur táknað forrit, dll, component, o.s.frv. Inniheldur IL-kóða, metadata o.fl.

CLS – Common Language Specification. Þó tungumál hafi ólíkan syntax verða þau að framfylgja CLS til að teljast .NET samhæfð.

CTS – Common Type System. Þau tög sem öll .NET forritunarmál styðja.

Heimildir

breyta

Daníel B. Sigurgeirsson (munnleg heimild, janúar 2007). Gluggakerfi I. Háskólinn í Reykjavík, Tölvunarfræðideild

Andrew Troelsen (2005). Pro C# 2005 and the .NET 2.0 Platform. Springer-Verlag New York, Inc. ISBN 1-59059-419-3.


   Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.