.NET-umhverfið er hugbúnaðaríhlutur sem fylgir með Microsoft Windows-stýrikerfunum. Það hefur upp á að bjóða gríðarlega mikið af áðurkóðuðum lausnum sem koma til móts við þarfir í hugbúnaðargerð. Öll .NET-forritunarmál geta nýtt sér þessar lausnir í grunnklasasafni undir nafninu BCL-grunnklasasafnið.

.NET er tilkomið vegna þess að Microsoft vildi einfalda forritunarskil við Windows. Windows API var orðið gamalt og er óhlutbundið en .NET er hlutbundið[1]. Það er smíðað með netið og dreifða vinnslu í huga og byggt ofan á Win32 API. Microsoft notar ekki endilega .NET í sinni forritun og er t.d. er Office pakkinn skrifaður í C. Visual Studio er að hluta til skrifað í .NET. Dæmi um fleiri forrit sem skrifuð eru að hluta eða af miklu leiti í .NET eru t.d. SharePoint, BixTalk Server og Paint.NET.

Hugtök tengd .NetBreyta

CLR – Common Language Runtime – keyrsluumhverfið.

IL / MSIL / CIL – forrit sem eru þýdd fyrir .NET eru ekki þýdd yfir á vélamál heldur á IL - intermediate language.

JIT – "Just-in-time", IL - kóði er þýddur yfir á vélamál rétt áður en þarf að keyra hann – JIT þýðandinn sér um það.

Assembly – getur táknað forrit, dll, component, etc. Inniheldur IL kóða, metadata .o.fl.

CLS – Common Language Specification. Þó tungumál hafi ólíkan syntax verða þau að framfylgja CLS til að teljast .NET samhæfð.

CTS – Common Type System. Þau tög sem öll .NET forritunarmál styðja.

HeimildirBreyta

Daníel B. Sigurgeirsson (munnleg heimild, Janúar 2007). Gluggakerfi I. Háskólinn í Reykjavík, Tölvunarfræðideild

Andrew Troelsen (2005). Pro C# 2005 and the .NET 2.0 Platform. Springer-Verlag New York, Inc. ISBN 1-59059-419-3.


   Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.