Þvagsýra
Þvagsýra er lífrænt efnasamband sem myndast í líkamanum. Þvagsýra inniheldur kolefni, nitur, súrefni og vetni og hefur efnafræðiformúlu C5H4N4O3. Þvagsýra er venjulegur þáttur í þvagi. Há gildi þvagsýru í blóði geta leitt til þvagsýrugigtar og tengjast öðrum sjúkdómum eins og sykursýki og myndun nýrnasteina. Þvagsýra er síðasta stig í niðurbroti púrína sem koma úr fæðu eða myndast við frumuniðurbrot. Flest dýr önnur en prímatar mynda svokallaða uricasa sem brjóta niður þvagsýru sem skilst út um nýru. Þvagsýrugildi prímata eru hærri en annarra dýra. Við eðlilegt sýrustig í líkamanum er þvagsýra á jónuðu formi sem úrat. Ef styrkur úrats eykst þá er hætta á ofmettun og kristallamyndun.
Þvagsýra | ||
---|---|---|
Þvagsýrukristalar í skautuðu ljósi | ||
Auðkenni | ||
CAS-númer | 69-93-2C | |
Eiginleikar | ||
Formúla | C5H4N4O3 | |
Mólmassi | 168,11 mól/g | |
Útlit | Hvítir kristalar | |
Bræðslumark | 300 °C | |
Leysni | 0,6 | |
pKa | 5,6 |
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Þvagsýra.