Þvörusleikir

Einn íslensku jólasveinanna

Þvörusleikir er fjórði jólasveinninn kallaður sem kemur til manna, þann 15. desember, samkvæmt þeirri röð sem birt er í Þjóðsögum Jóns Árnasonar frá 1862.

Þvörusleiki þótt afskaplega gott að sleikja þvörur og stalst inn í eldhús þegar færi var á til að næla sér í þær. Þvara var stöng með blaði sem notuð var til að hræra í pottum eins og sleif er notuð nú á dögum.

Um hann kvað Jóhannes úr Kötlum:

Sá fjórði, Þvörusleikir,
var fjarskalega mjór.
Og ósköp varð hann glaður,
þegar eldabuskan fór.
Þá þaut hann eins og elding
og þvöruna greip,
og hélt með báðum höndum,
því hún var stundum sleip.

Sjá nánar breyta

Tengt efni breyta

Tenglar breyta