Syðridalur er dalur sem gengur upp af víkinni sem Bolungarvík er kennd við. Tveir dalir ganga upp af þeirri vík en það eru Syðridalur og Tungudalur og er fjallið Ernir á milli þeirra. Syðridalur er nokkuð breiður og í mynni hans er sandur. Inn af sandinum er Syðridalsvatn. Áin Ósá rennur frá Syðridalsvatni til sjávar.

Horft inn Syðridal frá Bolungarvík.
  Þessi landafræðigrein sem tengist Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.