Þrymur (norræn goðafræði)

Þrymur er jötunn í norrænni goðafræði. Í Þrymskviðu segir frá er Mjölni var stolið af Þór og krafðist Þrymur Freyju í lausnargjald.[1] Þóttust goðin ganga að þessu en var Þór dulbúinn sem Freyja og fylgdi Loki með sem þjónustustúlka hennar. Endaði brúðkaupið með bana Þryms og lausn Mjölnis.[2]

Loki finur Þrymr upptekinn við hundaól; Úr Wonderful Stories from Northern Lands. 1871 Mynd eftir George Pearson
Brúðkaup Þryms með dulklæddum Þór. Mynd frá 1908.

Í Fornaldarsögum norðurlanda er sagt frá "Þrymr (sem) átti Agðir. Hans sonr var Agði ok Agnarr, faðir Ketils þryms, er bú átti í Þrumu."[3]

Þryms er annars hvergi getið þó Þrymheimur sé nefndur bústaður Þjassa en nafnið gæti átt við jötna almennt enda voru þeir taldir hávaðasamir.[4]

Eitt tungl Satúrnusar (S/2000 S 7) hefur verið nefnt Þrymur (Thrymr).

Tilvísanir breyta

  1. „Þrymskviða,“. www.heimskringla.no. Sótt 12. desember 2023.
  2. „Þrymskviða,“. www.snerpa.is. Sótt 12. desember 2023.
  3. „Fornaldarsögur Norðurlanda, Hvernig Noregur byggðist“. www.heimskringla.no. Sótt 12. desember 2023.
  4. Simek, Rudolf (2006). Lexikon der germanischen Mythologie. Kröners Taschenausgabe (3., völlig überarbeitete Aufl. útgáfa). Stuttgart: Alfred Kröner. ISBN 978-3-520-36803-4.
   Þessi trúarbragðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.