Þrjú á palli - Við höldum til hafs á ný

Þrjú á palli - Við höldum til hafs á ný er 33 snúninga LP hljómplata gefin út af SG - hljómplötum árið 1970. Ljóð eftir Jónas Árnason við erlend þjóðlög. Hljóðritun fór fram í Ríkisútvarpinu undir stjórn Péturs Steingrímssonar. Þórir Baldursson útsetti. Aðstoð við útfœrslu og nánari músiseringu, Jón Stefánsson. Aðstoðarfólk með meirapróf á ýms hljóðfœri: Anna Ingvarsdóttir, Gunnar Björnsson, Guðmundur R. Einarsson, Jóhannes Eggertsson, Páll Einarsson, Úlfar Sigmarsson, Þórarinn Ólafsson og fleiri.

Þrjú á palli - Við höldum til hafs á ný
Forsíða Þrjú á palli - Við höldum til hafs á ný

Bakhlið Þrjú á palli - Við höldum til hafs á ný
Bakhlið

Gerð SG - 028
Flytjandi Jónas Árnason
Gefin út 1970
Tónlistarstefna Þjóðlög
Útgáfufyrirtæki SG - hljómplötur
Upptökustjórn Pétur Steingrímsson


LagalistiBreyta

 1. Við höldum til hafs á ný Hljóðdæmi 
 2. Síðasti Skotaprins
 3. Óðurinn um hann Angantý
 4. Í skini morgunsólar
 5. Þvílík er ástin
 6. Óðurinn um árans kjóann hann Jóhann
 7. Svona er að vera siðprúð
 8. Halí-a-hó
 9. Þungt ymur þorrinn
 10. Brúðkaupsveisla Villa kokks og Dómhildar
 11. Hví ertu svona breyttur?
 12. Blakkur

Textabrot af bakhlið plötuumslagsBreyta

 
. . . gildið er ekki aðeins fólgið í þessum tilgerðarlausa einfaldleika laganna sem slíkra, heldur einnig og ekki síður í þeim alþýðlega fróðleik sem höfundar þeirra — nafnlausir, írskir, skozkir, enskir og allir löngu dauðir — hafa að segja manni. Þetta er eins og að hlusta á gamla kunningja. Stundum eru þeir barnslega glaðir. Stundum reiðir. Stundum ástsjúkir. Stundum fullir. Stundum líka voðalega timbraðir. (Þeim er nœr). Stundum œtla þeir að fórna lífi sínu fyrir frelsið. Stundum klaga þeir konuna sína fyrir manni. Stundum segja þeir manni glannaleg œvintýri af sjálfum sér. (Makalaust hvað þeir geta logið miklu) ... já, eins og gamlir kunningjar. Er þetta af því maður er farinn að eldast? Ó ekki. Þau sem standa þarna þrjú á palli eru kornungar manneskjur, svonefnt nútímafólk. Þó syngja þau þessi gömlu lög af hjartans list og hafa auðheyrilega haft af því engu minni ánœgju en maður sjálfur að komast í kynni við höfunda þeirra. Þannig reynumst við öllsömul vera eitt og sama kompaníið. Hver var að tala um djúp á milli kynslóða? Djúp á milli þjóða? Djúp á milli lifenda og dauðra?
 
 

Fyrsta íslenska steríóupptakanBreyta

Pétur Steingrímsson upptökumaður hafði smíðað eigin búnað til steríóhljóðritunar, en þar sem hann hafði ekki komið sér upp hljóðveri stillti hann græjunum upp í Háteigskirkju. Þrjú á palli fengu þann heiður að vígja þessi fyrstu íslensku steríóupptökutæki í ágústlok 1970 þegar platan Við höldum til hafs á ný, var tekin upp.