Þriðji heimurinn (eða 3. heimurinn) er hugtak, sem er oft notað um fátæk lönd á suðurhveli jarðar. Hugtakið kom upp á Vesturlöndum í kalda stríðinu (1952), þar sem Fyrsti heimurinn var Vesturlönd, og Annar heimurinn var Austantjaldslöndin. Þriðji heimurinn var þá löndin sem hvorki voru í bandalagi með austri eða vestri í upphafi kalda stríðsins. Franski félagsfræðingurinn Alfred Sauvy (1898–1990) er upphafsmaður hugtaksins. Hann skrifaði greinina „Þrír heimar, ein jörð“ í blaðið L'Observateur 14. ágúst 1952, þar sem hann líkti „þriðja heiminum“ við „þriðju stétt“ í samfélaginu.

Grænu löndin voru í kalda stríðinu yfirleitt skilgreind sem þriðja heims lönd.

Eftir að járntjaldið féll hafa þessi hugtök að miklu leyti glatað merkingu sinni. Þriðji heimurinn er samt enn almennt notað hugtak um fátæku löndin í suðri, þó að upphaflega hafi skilgreiningin verið stjórnmálaleg. Annars er mikill munur á stöðu þessara ríkja og eru sum þeirra á miklu framfaraskeiði. Því orkar tvímælis að setja þau í einn flokk.

Í seinni tíð hafa alþjóðastofnanir sem fást við þróunaraðstoð sett allra fátækustu ríkin eða þjóðabrotin í sérstakan flokk, og er hugtakið Fjórði heimurinn stundum notað um þau.

Heimild

breyta

Tenglar

breyta