3. Mósebók
þriðja bók Biblíanar, efnasamband 27 kaflia
(Endurbeint frá Þriðja Mósebók)
3. Mósebók (á grísku: Λευιτικός, Leuitikos; á hebresku: ויקרא Vayikra („brottförin“), á latínu: Leviticus) er þriðja af fimm mósebókum. Mósebækur eru fyrsti hluti gamla testamentisins og nefnast saman Torah á hebresku.
Efni
breytaBókin fjallar um lög og reglur Ísraelsmanna. Hún fjallar einnig um þegar Levítar eru gerðir að prestum þjóðflokksins. Latneska, gríska og enska heiti bókarinnar er dregið af Levítum. Efnið skiptist í nokkra hluta:
- 1. - 7. kafli fjalla um hvernig fórnir skulu fara fram
- 8. - 10. kafli fjallar um þegar Aron og synir hans eru vígðir til prests
- 11. - 15. kafli fjallar um hreinleika fyrir guði og meðferð á mat
- 16. kafli fjallar um Yom Kippur, hvíldardag hvíldardaganna, sem er heilagasta hátíð Gyðinga í dag
- 17. - 26. kafli fjalla um heilagleiklögin
Mannfræðingurinn Mary Douglas er upphafsmaður nútíma túlkunnar á 3. mósebók. Hún lítur svo á að hreinleikalögin eru táknræn. Til dæmis er hugmyndin um misheilaga staði í tjaldbúðum Drottins mikilvæg til að skýra táknræna þýðingu hreinleikans.