Þrastaskógur í Grímsnesi austan við Ingólfsfjall er 45 hektara skógarsvæði í eigu Ungmennafélags Íslands. Svæðið liggur frá Álftavatni, niður með SoginuÞrastalundi. Þetta landssvæði var gjöf athafnamannsins Tryggva Gunnarssonar til Ungmennafélagsins á 77 ára afmæli hans, þann 18. október 1911.

Séð yfir tjaldstæðið í Þrastarskógi. Vegur úr rauðamöl í forgrunni

Ungmennafélög víðs vegar að á landinu hófu strax gróðursetningu í Þrastaskógi en þó var það ekki fyrr en 1914 sem þáverandi formaður UMFÍ, Guðmundur Davíðsson kom með heitið Þrastaskógur en mikið er um skógarþresti á þessu svæði. Árið 1924 var samþykkt á þingi UMFÍ að ráða sumarstarfsmann í skóginn og var þá Aðalsteinn Sigmundsson kennari á Eyrarbakka og síðar formaður UMFÍ ráðinn. Uppbygging á íþróttavelli inni í skóginum hófst svo 1961 en hann var ekki fullgerður fyrr en 1970. Við Sogsbrúna var byggður söluskálinn Þrastarlundur árið 1967. Nýr söluskáli og veitingasalur var tekinn í notkun árið 2004.


Heimildir

breyta