Þrasýllos
(Endurbeint frá Þrasýlos)
Þrasýllos frá Mendes (dáinn árið 36) var grísk-egypskur stjörnuspekingur, stjörnufræðingur og stærðfræðingur sem starfaði við hirð Tíberíusar keisara í Róm. Hann var þekktur fyrir að vera sannspár um framtíðina. Þrasýllos er frægastur fyrir að hafa annast útgáfu á ritum Platons í fornöld. Þrasýllos raðaði samræðunum í fernur eða fjórleiki og þannig eru þær varðveittar í handritum.