Þráinsskjaldarhraun

Hraunbreiða á Reykjanesi

Þráinsskjaldarhraun (stundum einnig nefnt Vatnsleysuhraun) er hraun á Reykjanesskaga sem þekur um 130 km² og nær austan frá Vatnsleysuvík vestur að Vogastapa. Hraunið er kennt við Þráinsskjöld sem er stór hraunbunga norðaustan Fagradalsfjalls. Þráinsskjöldur er ein mikilvirkasta eldstöðin á Reykjanesskaga. Talið er að Þráinsskjaldarhraun hafi runnið fyrir um 14.000 árum. Öll byggð í Vogum og Vatnsleysuströnd stendur á hrauninu.

Kort af Þráinsskjaldarhrauni.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.