Þráðbendill sem hefur enska heitið Largehead hairtail (fræðiheiti: Trichiurus lepturus) tilheyrir Stinglaxaætt og er komin af borrum. Hann er þekktur undir ýmsum öðrum nöfnum eins og til dæmis Cutlass fish, Beltfish og Ribbonfish Hann er helst að finna mjög víða í heiminum í heitum og söltum sjó við grunnsævi en finnst þó líka víða í vötnum í þá aðallega Japan.

Þráðbendill
(Þráðbendill)
(Þráðbendill)

Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Geisluggar (Actinopterygii)
Ættbálkur: Borrar (Perciformes)
Ætt: Stinglaxaætt (Trichiuridae)
Ættkvísl: Trichiurus
Tegund:
T. Lepturus'

Tvínefni
Trichiurus lepturus
Linnaeus, 1758

Útlit og einkenni breyta

Þráðbendill er einna helst botnfiskur en fer mikið uppsjávar, en þá aðallega til þess að nærast. Hann heldur sig aðallega við strendur, frekar grunnt yfir leirkenndum hafsbotni en getur farið niður í allt að 589 metra dýpi. [2] Þeir finnast víða um heiminn í hitabeltishöfum og eru hans kjöraðstæður í heitum og söltum sjó. Þeir halda sig alla jafna í 20-24°C heitum sjó og vötnum og samkvæmt heimildum er lítið um að finna Þráðbendil í minna en 14°C sjó. [3]

Liturinn á honum er silfraður með stálbláu ívafi og glansar á hann sem gerir að verkum að erfitt getur verið að ná góðri mynd af honum, hins vegar þegar hann deyr verður hann silfurgrár. Þráðbendlar eru ílangir, breiðastir á efri búk en mjókka niður búkinn að oddmjóum halanum. Þeir hafa ekki sporð eins og flestir fiskar heldur líkist þetta frekar hala á eðlum. Þeir hafa heldur ekki grindar og stuðugga hins vegar hafa þeir ugga á bakinu sem eru nánast gegnsæjir, en hafa oft gula slikju í sér og eru 130-135 talsins. Þeir hafa einnig ugga á afturendanum sem eru 100-105 talsins. Þráðbendlar hafa hliðarlínu sem byrjar hjá tálknahlíf þeirra og endar á toppi brjóstugganna. Augun á þeim eru stór og þeir hafa stóran kjaft með mjög beittum og löngum vígtönnum alveg upp að kjálka.

Þeir geta orðið allt að 5 kíló og 2.34 metrar að lengd. Meðalstærð þeirra er í kringum 0.5 – 1 metri en þeir verða oft kringum 1.5-1.8 metrar í Ástralíu. Hæðsti aldur sem hefur verið mældur eru 15 ár [4]

Æxlun og fæða breyta

Þráðbendlar verða kynþroska í kringum tveggja ára aldur og kjósa að hrygna í hlýjum sjó í kringum 21°C, þar sem kjöraðstæður hrognanna er yfir það hitastig. Þeir geta einnig hrygnað í aðeins kaldara umhverfi en þá er það á vorin og sumrin, en hrognin hafa aldrei fundist í sjó kaldari en 16°C. [5] Hrygnurnar hrygna uppsjávar þúsundum hrogna og hrognin klekjast út innan við viku. [6]

Þráðbendlar halda sér oftar en ekki í torfum, þeir nærast lóðrétt þ.e. vísa upp að yfirborðinu og krækja sér í fiska neðan frá. Litlir Þráðbendlar nærast aðallega á næturnar á ýmsum smáfiskum og litlum uppsjávarkrabbadýrum. Að degi til fara þeir aftur niður á hafsbotninn til hvílu. [7] Fullorðnir Þráðbendlar nærast hins vegar á uppsjávarfiskum, smokkfiskum og krabbadýrum. Algengt er einnig að fullorðnir Þráðbendlar éti þá yngri. Ólíkt ungu Þráðbendlunum eru þeir fullorðnu nálægt yfirborðinu á daginn til að nærast en færast nær botninum á nóttunni. [8]

Veiði og Útbreiðsla breyta

Samkvæmt heimildum voru Þráðbendlar taldir sjötta mikilvægasta nytjafiskategundin í heiminum árið 2009 og er hvað einna mest veitt af þeim í Kína eins og sjá má á mynd 2. Það er hægt að finna þráðbendil allt frá 0 til 589 metra dýpi [9] og er algengast að veiða fiskinn í strandnót og botnvörpu. Aðrar leiðir eins og handfæri, lína og pokanet eru líka þekktar, en það er í minna mæli. [10]

 
Heildarafli 10 aflahæstu landa frá árinu 1950-2019

Á myndinni hér til hliðar má sjá að Kína er að veiða áberandi mest af Þráðbendil af öllum þjóðum heims og var aflinn þá allra hæðstur árið 2006 eða um 1,3 þúsund tonn. Kórea er síðan næstaflahæðsta landið, en merkilegt er að sjá þennan gríðarlega mun á milli tveggja hæðstu landanna. Á meðan heildaraflinn á þessum árum hjá Kína var 46,3 þúsund tonn, var aflinn ekki nema 4,9 þúsund tonn hjá Kóreu.

Þráðbendil má finna alls staðar í heiminum þar sem sjórinn er nógu heitur. Í Vestur Atlantshafi er að finna hann frá Virginíu til norðurhluta Argentínu og þar á meðal mexíkóflóa og Karabískahafinu. Í austanverðu Atlantshafi finnast þeir frá suðurhluta Bretlands alveg niður til Suður-Afríku. Í austurhluta Kyrrahafsins halda þeir sig mikið í suðurhluta Kaliforníu yfir til Perú. Þeir eru mjög víða á Indó-Kyrrahafssvæðinu, í vötnum Japans, Fiji, allt í kringum Ástralíu og í rauðahafinu. [11]

Matreiðsla breyta

Þeir eru aðallega notaðir til matar í Asíu og eru þeir ýmist steiktir og grillaðir, hins vegar eru þeir líka borðaðir hráir, þá aðallega í Japan. Það er auðvelt að úrbeina Þráðbendil og er kjötið í þeim stíft óeldað en verður mjúkt þegar hann er eldaður. [12]

Tilvísanir breyta

  1. Collette B and 30 others (2011). „Trichiurus lepturus“. Rauði listi IUCN yfir tegundir í hættu. 2011. Sótt 13. janúar 2012.
  2. https://guidesly.com/fishing/fish-species/largehead-hairtail
  3. http://scimar.icm.csic.es/scimar/pdf/64/sm64n1097.pdf
  4. https://guidesly.com/fishing/fish-species/largehead-hairtail
  5. http://scimar.icm.csic.es/scimar/pdf/64/sm64n1097.pdf
  6. https://guidesly.com/fishing/fish-species/largehead-hairtail
  7. https://guidesly.com/fishing/fish-species/largehead-hairtail
  8. https://fishesofaustralia.net.au/home/species/2562#moreinfo
  9. https://www.roysfarm.com/largehead-hairtail-fish/
  10. https://guidesly.com/fishing/fish-species/largehead-hairtail
  11. https://guidesly.com/fishing/fish-species/largehead-hairtail
  12. https://en.wikipedia.org/wiki/Largehead_hairtail

00).